Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2024 15:32 Sigurður Gunnar Jónsson í baráttu við HK-inginn Atla Þór Jónasson. vísir/diego Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. Fyrri hluta tímabilsins var Sigurður á láni hjá Leikni. Hann spilaði tíu leiki fyrir Breiðhyltinga í Lengjudeildinni en var búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu áður en hann sneri aftur í Garðabæinn. Eftir heimkomuna lék Sigurður tíu leiki í miðri vörn Stjörnunnar, oftast við hlið Guðmundar Kristjánssonar. Garðbæingar unnu sex þeirra, gerðu tvö jafntefli, töpuðu aðeins tveimur og héldu fjórum sinnum hreinu. Baldur þekkir til Sigurðar og mærði hann í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þegar farið var yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Ég þekki þennan strák. Ég er ofboðslega ánægður að sjá Sigga koma þarna inn. Hann er þarna því hann er með alvöru hugarfar og hefur unnið fyrir sínu,“ sagði Baldur sem lék með Stjörnunni á sínum tíma. „Ég man eftir æfingu, hann var að leika sér á velli við hliðina á, og okkur vantaði leikmann í ellefu á ellefu í uppspili, daginn fyrir leik æfingu, þegar hann var á eldra ári í 4. flokki. Hann kom inn og spilaði eins og hann væri 25 ára; talaði og stýrði inni á meistaraflokksæfingu í fyrsta skipti. Hann hefur þetta og þess vegna er ég ofboðslega glaður að sjá tækifærið sem hann fékk og hvernig hann nýtti það.“ Baldur segir að margir yngri leikmenn geti tekið Sigurð sér til fyrirmyndar. „Þetta er leið sem margir geta horft í. Þetta snerist bara um hans elju og hugarfar. Það verður gaman að sjá hvort hann og Gummi myndi ekki bara býsna sterkt hafsentapar á næsta ári og hvernig þetta þróast með hann,“ sagði Baldur um hinn nítján ára Sigurð. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Tengdar fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fyrri hluta tímabilsins var Sigurður á láni hjá Leikni. Hann spilaði tíu leiki fyrir Breiðhyltinga í Lengjudeildinni en var búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu áður en hann sneri aftur í Garðabæinn. Eftir heimkomuna lék Sigurður tíu leiki í miðri vörn Stjörnunnar, oftast við hlið Guðmundar Kristjánssonar. Garðbæingar unnu sex þeirra, gerðu tvö jafntefli, töpuðu aðeins tveimur og héldu fjórum sinnum hreinu. Baldur þekkir til Sigurðar og mærði hann í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þegar farið var yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Ég þekki þennan strák. Ég er ofboðslega ánægður að sjá Sigga koma þarna inn. Hann er þarna því hann er með alvöru hugarfar og hefur unnið fyrir sínu,“ sagði Baldur sem lék með Stjörnunni á sínum tíma. „Ég man eftir æfingu, hann var að leika sér á velli við hliðina á, og okkur vantaði leikmann í ellefu á ellefu í uppspili, daginn fyrir leik æfingu, þegar hann var á eldra ári í 4. flokki. Hann kom inn og spilaði eins og hann væri 25 ára; talaði og stýrði inni á meistaraflokksæfingu í fyrsta skipti. Hann hefur þetta og þess vegna er ég ofboðslega glaður að sjá tækifærið sem hann fékk og hvernig hann nýtti það.“ Baldur segir að margir yngri leikmenn geti tekið Sigurð sér til fyrirmyndar. „Þetta er leið sem margir geta horft í. Þetta snerist bara um hans elju og hugarfar. Það verður gaman að sjá hvort hann og Gummi myndi ekki bara býsna sterkt hafsentapar á næsta ári og hvernig þetta þróast með hann,“ sagði Baldur um hinn nítján ára Sigurð. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Tengdar fréttir „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann