„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2024 11:30 Rúnar Kristinsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Fram. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó