„Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. október 2024 16:27 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, vill tíu liða deild með þremur umferðum frekar en tólf liða deild með úrslitakeppni. Vísir/Viktor Freyr Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins. „Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
„Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn