Markakóngurinn Benoný: „Þetta var bara geðveikt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:36 Benony Breki Andrésson er markakóngur Bestu-deildarinnar. Vísir/Anton Brink Benoný Breki Andrésson átti vægast sagt góðan leik er KR tók á móti HK í lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í dag. KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó