Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 10:58 Ólympíugullhafinn Andrey Perlov hefur neitað að berjast í Úkraínu og verið refsað fyrir. Dómsyfirvöld í Novosibirsk Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira