Telja líklegt að Gylfi hætti: „Held að hann sé bara í fótbolta út af landsliðinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 09:03 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Wales sem gæti hafa verið hans síðasti landsleikur. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar eiga allt eins von á því að Gylfi Þór Sigurðsson leggi skóna á hilluna eftir leik Vals og ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla um næstu helgi. Þeir segja að minna hlutverk hans í íslenska landsliðinu hafi mögulega áhrif á ákvörðun hans. Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við FH á laugardaginn. Eftir leikinn ýjaði Gylfi að því hann gæti hætt eftir lokaumferðina um næstu helgi. Ummæli Gylfa og framtíð hans voru til umræðu í Stúkunni á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson spurði Lárus Orra Sigurðsson hvort hann hefði trú á því að leikurinn gegn ÍA yrði síðasti leikurinn á ferli Gylfa. „Mér finnst eins og hann sé, ég veit ekki um það og er bara að giska á, að hann sé að halda áfram út af landsliðinu. Og kannski er það að renna upp fyrir honum núna eins og þetta er að þróast hjá landsliðinu með Andra Lucas [Guðjohnsen] og Orra [Stein Óskarsson] frammi, Albert [Guðmundsson] og Hákon [Arnar Haraldsson] að koma inn, Jón Dagur [Þorsteinsson] að spila vel, að þetta sé bara að renna frá honum,“ sagði Lárus. „Hann er með unga fjölskyldu og var að eignast son nýlega. Hann þarf væntanlega að fara erlendis ef hann ætlar að eiga einhvern séns í þetta landsliðsdæmi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi hætta. Að hætta er rosalega fín ákvörðun. Þú vilt ekki hætta of snemma en þú verður líka að passa þig á því fótboltinn gefist ekki upp á þér. Þú verður að finna rétta tímann. Ég yrði alls ekki hissa ef hann myndi hætta.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Gylfa Albert vill ekki sjá Gylfa hætta en það kæmi honum ekki á óvart ef skórnir færu upp í hillu. „Ef Gylfi hefur það á tilfinningunni að aðrir menn séu að taka við í landsliðinu og hann sé nánast ekki í neinu hlutverki, þá held ég að hann hætti,“ sagði Albert. „Ég sá ekki þetta viðtal en ég er sammála því að ef Gylfi finnur það einhvers staðar hjá sér að hans hlutverk hjá landsliðinu sé orðið lítið sem ekkert, og svo sannarlega ef hann finnur að það sé nánast ekkert, þá held ég að hann hætti. Ég held að hann sé bara í fótbolta til að spila með landsliðinu.“ Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur leikjum landsliðsins, gegn Wales og Tyrklandi. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við FH á laugardaginn. Eftir leikinn ýjaði Gylfi að því hann gæti hætt eftir lokaumferðina um næstu helgi. Ummæli Gylfa og framtíð hans voru til umræðu í Stúkunni á sunnudaginn. Guðmundur Benediktsson spurði Lárus Orra Sigurðsson hvort hann hefði trú á því að leikurinn gegn ÍA yrði síðasti leikurinn á ferli Gylfa. „Mér finnst eins og hann sé, ég veit ekki um það og er bara að giska á, að hann sé að halda áfram út af landsliðinu. Og kannski er það að renna upp fyrir honum núna eins og þetta er að þróast hjá landsliðinu með Andra Lucas [Guðjohnsen] og Orra [Stein Óskarsson] frammi, Albert [Guðmundsson] og Hákon [Arnar Haraldsson] að koma inn, Jón Dagur [Þorsteinsson] að spila vel, að þetta sé bara að renna frá honum,“ sagði Lárus. „Hann er með unga fjölskyldu og var að eignast son nýlega. Hann þarf væntanlega að fara erlendis ef hann ætlar að eiga einhvern séns í þetta landsliðsdæmi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi hætta. Að hætta er rosalega fín ákvörðun. Þú vilt ekki hætta of snemma en þú verður líka að passa þig á því fótboltinn gefist ekki upp á þér. Þú verður að finna rétta tímann. Ég yrði alls ekki hissa ef hann myndi hætta.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Gylfa Albert vill ekki sjá Gylfa hætta en það kæmi honum ekki á óvart ef skórnir færu upp í hillu. „Ef Gylfi hefur það á tilfinningunni að aðrir menn séu að taka við í landsliðinu og hann sé nánast ekki í neinu hlutverki, þá held ég að hann hætti,“ sagði Albert. „Ég sá ekki þetta viðtal en ég er sammála því að ef Gylfi finnur það einhvers staðar hjá sér að hans hlutverk hjá landsliðinu sé orðið lítið sem ekkert, og svo sannarlega ef hann finnur að það sé nánast ekkert, þá held ég að hann hætti. Ég held að hann sé bara í fótbolta til að spila með landsliðinu.“ Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum. Hann kom lítið við sögu í síðustu tveimur leikjum landsliðsins, gegn Wales og Tyrklandi. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01 „Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02 Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. 21. október 2024 09:01
„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. 21. október 2024 08:02
Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19. október 2024 13:17