Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 07:31 Biden er nú staddur í Berlín þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópu. AP/Michael Kappeler Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Sinwar var sá sem lagði á ráðin um árásir Hamas þann 7. október í fyrra og óskaði Biden Ísraelsmönnum til hamingju með að hafa fellt hann. Hendur Sinwar hefðu verið baðaðar blóði; blóði Bandaríkjamanna, Ísraela og annarra. Biden tjáði sig um málið í Þýskalandi, þar sem hann mun funda með ráðamönnum í Evrópu, og sagðist nú eygja von um vopnahlé. Þá sagðist hann myndu senda utanríkisráðherrann Antony Blinken til Ísrael til að ræða þau mál á næstu fjórum eða fimm dögum. Blinken ræddi við ráðamenn í Katar og Sádi Arabíu í gær um leiðir til að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum. Yahya Sinwar, the leader of Hamas, was responsible for the killing of thousands of innocent people, including the victims of October 7 and hostages killed in Gaza. He had American blood on his hands.Because of his death, the United States, Israel, and the entire world are… pic.twitter.com/baCM0SFYDT— Vice President Kamala Harris (@VP) October 17, 2024 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa einnig kallað eftir vopnahléi. „Hamas hafa verið eyðilögð og forystu þeirra útrýmt,“ sagði Harris í gær. „Þetta augnablik veitir okkur tækifæri til að binda loksins enda á stríðið á Gasa.“ Yfirvöld í Íran segja drápið á Sinwar hins vegar munu styrkja andstöðuna gegn Ísrael og verða innblástur komandi kynslóða. Talsmenn Hezbollah sögðu um að ræða stigmögnun átaka þeirra við Ísrael. Leiðtogar Hamas hafa ekki tjáð sig um tíðindinn enn sem komið er. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Sinwar var sá sem lagði á ráðin um árásir Hamas þann 7. október í fyrra og óskaði Biden Ísraelsmönnum til hamingju með að hafa fellt hann. Hendur Sinwar hefðu verið baðaðar blóði; blóði Bandaríkjamanna, Ísraela og annarra. Biden tjáði sig um málið í Þýskalandi, þar sem hann mun funda með ráðamönnum í Evrópu, og sagðist nú eygja von um vopnahlé. Þá sagðist hann myndu senda utanríkisráðherrann Antony Blinken til Ísrael til að ræða þau mál á næstu fjórum eða fimm dögum. Blinken ræddi við ráðamenn í Katar og Sádi Arabíu í gær um leiðir til að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum. Yahya Sinwar, the leader of Hamas, was responsible for the killing of thousands of innocent people, including the victims of October 7 and hostages killed in Gaza. He had American blood on his hands.Because of his death, the United States, Israel, and the entire world are… pic.twitter.com/baCM0SFYDT— Vice President Kamala Harris (@VP) October 17, 2024 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa einnig kallað eftir vopnahléi. „Hamas hafa verið eyðilögð og forystu þeirra útrýmt,“ sagði Harris í gær. „Þetta augnablik veitir okkur tækifæri til að binda loksins enda á stríðið á Gasa.“ Yfirvöld í Íran segja drápið á Sinwar hins vegar munu styrkja andstöðuna gegn Ísrael og verða innblástur komandi kynslóða. Talsmenn Hezbollah sögðu um að ræða stigmögnun átaka þeirra við Ísrael. Leiðtogar Hamas hafa ekki tjáð sig um tíðindinn enn sem komið er.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira