Árni tekur við Fylki af Rúnari Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2024 09:13 Árni Freyr Guðnason fyrir miðju. Björn Viðar Ásbjörnsson formaður meistaraflokksráðs, er til vinstri og Ragnar Páll Bjarnason formaður knattspyrnudeildar til hægri. Mynd/Fylkir Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum. Ljóst er að Fylkir mun spila í Lengjudeildinni næsta sumar eftir tap fyrir HK fyrir nýafstaðið landsleikjahlé. Rúnar Páll greindi frá því eftir þann leik að hann hyggðist hætta í Árbænum eftir leiktíðina. Rúnar verður að vísu ekki á hliðarlínunni í þeim tveimur leikjum sem Fylkir á eftir þar sem hann verður í leikbanni en mun þó stýra æfingum liðsins næstu tvær vikur. Árni Freyr mun taka við keflinu af Rúnari að tímabilinu loknu en aðeins er um mánuður síðan að hann skrifaði undir tveggja ára samning við ÍR. Árni hefur náð góðum árangri í neðra Breiðholti sem þjálfari liðsins undanfarin tvö ár. ÍR komst upp úr 2. deildinni undir hans stjórn sumarið 2023 og var í baráttunni um Bestu deildar sæti á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni í sumar. ÍR tapaði fyrir Keflavík í undanúrslitum umspils um Bestu deildar sæti, umspil sem Afturelding vann. Árni þekkir til í Árbænum en hann spilaði fyrir Fylki sumrin 2012 og 2013. Hann skoraði fjögur mörk í 26 leikjum í deild og bikar. „Það er mikill heiður fyrir mig að snúa aftur til Fylkis og að fá nú tækifæri til að þjálfa Fylkisliðið. Mitt mat er að það sé mjög mikið spunnið í liðið og með vinnusemi og metnað að leiðarljósi er ég sannfærður um að við munum skila góðri frammistöðu í framtíðinni. Hér í Árbænum eru aðstæður til fyrirmyndar og ég hlakka til að hefja störf fyrir Fylki,“ er haft eftir Árna í tilkynningu Fylkis. Líklegt þykir að Jóhann Birnir Guðmundsson, sem stýrði ÍR ásamt Árna, taki við keflinu í Breiðholti. Fylkir Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Ljóst er að Fylkir mun spila í Lengjudeildinni næsta sumar eftir tap fyrir HK fyrir nýafstaðið landsleikjahlé. Rúnar Páll greindi frá því eftir þann leik að hann hyggðist hætta í Árbænum eftir leiktíðina. Rúnar verður að vísu ekki á hliðarlínunni í þeim tveimur leikjum sem Fylkir á eftir þar sem hann verður í leikbanni en mun þó stýra æfingum liðsins næstu tvær vikur. Árni Freyr mun taka við keflinu af Rúnari að tímabilinu loknu en aðeins er um mánuður síðan að hann skrifaði undir tveggja ára samning við ÍR. Árni hefur náð góðum árangri í neðra Breiðholti sem þjálfari liðsins undanfarin tvö ár. ÍR komst upp úr 2. deildinni undir hans stjórn sumarið 2023 og var í baráttunni um Bestu deildar sæti á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni í sumar. ÍR tapaði fyrir Keflavík í undanúrslitum umspils um Bestu deildar sæti, umspil sem Afturelding vann. Árni þekkir til í Árbænum en hann spilaði fyrir Fylki sumrin 2012 og 2013. Hann skoraði fjögur mörk í 26 leikjum í deild og bikar. „Það er mikill heiður fyrir mig að snúa aftur til Fylkis og að fá nú tækifæri til að þjálfa Fylkisliðið. Mitt mat er að það sé mjög mikið spunnið í liðið og með vinnusemi og metnað að leiðarljósi er ég sannfærður um að við munum skila góðri frammistöðu í framtíðinni. Hér í Árbænum eru aðstæður til fyrirmyndar og ég hlakka til að hefja störf fyrir Fylki,“ er haft eftir Árna í tilkynningu Fylkis. Líklegt þykir að Jóhann Birnir Guðmundsson, sem stýrði ÍR ásamt Árna, taki við keflinu í Breiðholti.
Fylkir Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira