Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 10:00 Frá minningarathöfn um Viktoriiu Roshchynu í miðborg Kænugarðs á föstudag. Hún var aðeins 27 ára þegar hún lést í rússnesku fangelsi. Vísir/EPA Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira