Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. október 2024 20:16 Gylfi Þór á æfingu dagsins. KSÍ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Val í leiknum gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag en var hins vegar mættur á æfingu A-landsliðs Íslands sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales í Þjóðadeildinni síðar í vikunni. Gylfi Þór var ekki í leikmannahóp Vals sem mætti á Kópavogsvöll í gær. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem þýddi staðan er óbreytt á toppi Bestu deildarinnar. Víkingur og Breiðablik eru jöfn á toppnum á meðan Valur er með stigi meira en Stjarnan í baráttunni um Evrópusæti. Fyrir leik var Túfa (Srdjan Tufegdzic), þjálfari Vals, spurður út í fjarveru Gylfa Þórs. Þjálfarinn sagði hann vera að glíma við bakmeiðsli og játti því svo þegar hann var spurður hvort landsliðsvikan hjá Gylfa Þór væri í hættu. „Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu. Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn,“ sagði Túfa eftir leik. Fyrr í dag, mánudag, birti Knattspyrnusamband Íslands myndir af landsliðsæfingu frá því í dag og þar var Gylfi Þór mættur. Hversu mikið hann var með á æfingunni er ekki ljóst þegar þetta er skrifað. https://www.visir.is/g/20242630541d/uppgjorid-breidablik-valur-2-2-obreytt-stada-a-toppnum-eftir-jafntefli-a-kopavogsvelli Hinn 35 ára gamli Gylfi Þór hefur spilað 82 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk, er hann markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Miðjumaðurinn var í byrjunarliði Íslands í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi í síðasta mánuði sem og tapinu gegn Tyrklandi. Hvað Val varðar hefur Gylfi Þór spilað 20 leiki í sumar og skorað 10 mörk. Íslands mætir Wales á föstudaginn kemur, 18. október. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.15. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Gylfi Þór var ekki í leikmannahóp Vals sem mætti á Kópavogsvöll í gær. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli sem þýddi staðan er óbreytt á toppi Bestu deildarinnar. Víkingur og Breiðablik eru jöfn á toppnum á meðan Valur er með stigi meira en Stjarnan í baráttunni um Evrópusæti. Fyrir leik var Túfa (Srdjan Tufegdzic), þjálfari Vals, spurður út í fjarveru Gylfa Þórs. Þjálfarinn sagði hann vera að glíma við bakmeiðsli og játti því svo þegar hann var spurður hvort landsliðsvikan hjá Gylfa Þór væri í hættu. „Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu. Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn,“ sagði Túfa eftir leik. Fyrr í dag, mánudag, birti Knattspyrnusamband Íslands myndir af landsliðsæfingu frá því í dag og þar var Gylfi Þór mættur. Hversu mikið hann var með á æfingunni er ekki ljóst þegar þetta er skrifað. https://www.visir.is/g/20242630541d/uppgjorid-breidablik-valur-2-2-obreytt-stada-a-toppnum-eftir-jafntefli-a-kopavogsvelli Hinn 35 ára gamli Gylfi Þór hefur spilað 82 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk, er hann markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. Miðjumaðurinn var í byrjunarliði Íslands í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi í síðasta mánuði sem og tapinu gegn Tyrklandi. Hvað Val varðar hefur Gylfi Þór spilað 20 leiki í sumar og skorað 10 mörk. Íslands mætir Wales á föstudaginn kemur, 18. október. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.15.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki