Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2024 15:53 Ásta Eir Árnadóttir lauk ferlinum á að lyfta Íslandsmeistaraskildinum. vísir/diego Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásta lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda í gær. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn en jafnteflið dugði Blikum til að verða meistarar í nítjánda sinn. Ásta greindi frá þeirri ákvörðun sinni að hætta í fótbolta í myndbandi sem Blikar sendu frá sér. „Ég er búin að ákveða að hætta í fótbolta. Þetta er síðasta tímabilið mitt. Ég er bara 31. Ég lofaði sjálfri mér fyrir nokkrum árum að ef þessi tilfinning fer að koma eða ég er farin að hugsa út í þetta ætla ég bara að hlusta á hjartað mitt og fylgja því og það er það sem ég er að gera,“ sagði Ásta. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun. Ég held ég hafi tekið þessa ákvörðun í byrjun tímabilsins og leyft þessu svolítið að malla. Ég fór inn í tímabilið og vildi njóta og gefa allt í þetta.“ Ásta lék með Breiðabliki allan ferilinn og var gerð að fyrirliða liðsins fyrir tímabilið 2021. Ásta lék alls 176 leiki í efstu deild og skoraði sjö mörk. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Blikum og þrisvar sinnum bikarmeistari. Ásta lék tólf A-landsleiki á ferlinum auk 25 leikja fyrir yngri landslið Íslands. Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 5. október 2024 20:25 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok. 5. október 2024 20:16 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5. október 2024 18:48 „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. 5. október 2024 18:49 Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag. 5. október 2024 16:14 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Ásta lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda í gær. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn en jafnteflið dugði Blikum til að verða meistarar í nítjánda sinn. Ásta greindi frá þeirri ákvörðun sinni að hætta í fótbolta í myndbandi sem Blikar sendu frá sér. „Ég er búin að ákveða að hætta í fótbolta. Þetta er síðasta tímabilið mitt. Ég er bara 31. Ég lofaði sjálfri mér fyrir nokkrum árum að ef þessi tilfinning fer að koma eða ég er farin að hugsa út í þetta ætla ég bara að hlusta á hjartað mitt og fylgja því og það er það sem ég er að gera,“ sagði Ásta. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun. Ég held ég hafi tekið þessa ákvörðun í byrjun tímabilsins og leyft þessu svolítið að malla. Ég fór inn í tímabilið og vildi njóta og gefa allt í þetta.“ Ásta lék með Breiðabliki allan ferilinn og var gerð að fyrirliða liðsins fyrir tímabilið 2021. Ásta lék alls 176 leiki í efstu deild og skoraði sjö mörk. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Blikum og þrisvar sinnum bikarmeistari. Ásta lék tólf A-landsleiki á ferlinum auk 25 leikja fyrir yngri landslið Íslands.
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 5. október 2024 20:25 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok. 5. október 2024 20:16 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5. október 2024 18:48 „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. 5. október 2024 18:49 Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag. 5. október 2024 16:14 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 5. október 2024 20:25
„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31
Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok. 5. október 2024 20:16
„Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43
„Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari. 5. október 2024 18:48
„Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. 5. október 2024 18:49
Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag. 5. október 2024 16:14