„Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. október 2024 18:49 Ásta Eir lyftir Íslandsmeistaraskildinum. Vísir/Pawel „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira