Nóg af heitu vatni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2024 13:07 Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar, sem er að sjálfsögðu kampakátur með allt heita vatnið, sem hefur fundist á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar hafa dottið í lukkupottinn þegar heitt vatn er annars vegar því mikið af heitu vatni hefur verið að finnast í nokkrum borholum í bæjarfélaginu. Vatnið kemur sér einstaklega vel þar sem íbúum fjölgar mjög hratt á Selfossi. Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira