Nóg af heitu vatni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2024 13:07 Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar, sem er að sjálfsögðu kampakátur með allt heita vatnið, sem hefur fundist á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar hafa dottið í lukkupottinn þegar heitt vatn er annars vegar því mikið af heitu vatni hefur verið að finnast í nokkrum borholum í bæjarfélaginu. Vatnið kemur sér einstaklega vel þar sem íbúum fjölgar mjög hratt á Selfossi. Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið Allar vefmyndavélarnar á einum stað Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Sjá meira
Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið Allar vefmyndavélarnar á einum stað Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Sjá meira