Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar Lovísa Arnardóttir skrifar 4. október 2024 09:03 Nærmynd af Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum. Vísir/AP Mjaldurinn Hvaldímír drapst í kjölfar bakteríusýkingar sem hann fékk vegna sárs í munni eftir prik sem sat fast. Það sýna niðurstöður krufningar. Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Engar byssukúlur fundust í mjaldrinum við skoðun. 35 sentímetra langt og þriggja sentímetra breitt prik var fast í munni mjaldursins og er talið að prikið hafi valdið sýkingu sem svo leiddi til dauða hans. Þegar mjaldurinn fannst dauður í ágúst rétt fyrir utan Tananger í Rogaland í Noregi voru nokkur göt eða holur á honum sem þóttu benda til þess að hann hefði verið skotinn. Holurnar, eða sárin, voru við magann, bringuna og uggann. Dýraverndunarsamtökin One Whale og Noah tilkynntu málið til lögreglu í Noregi og vildu fá málið rannsakað. Hvaldimír var fimmtán til tuttugu ára gamall en hvalir af þessari tegund geta orðið allt að sextugir. Frétt NRK er hér. Í bráðabirgðakrufningarskýrslu sem gefin var út í september kom fram að það þætti ekki líklegt og það var það svo staðfest núna í lokakrufningarskýrslunni. Haft er eftir Audun Rikardsen prófessor í sjávarlíffræði að nokkuð algengt sé að finna slíkar holur á dauðum hvölum. „Fuglar eru fljótir að gogga holur í hvali, þeir gogga þar sem húðin er þunn. Þessar holur geta einnig komið vegna sníkjudýrs sem grefur sig inn í húð hvalsins,“ segir Rikardsen. Sjá einnig: Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Hann útskýrir einnig að þegar hvalur drepst myndast gas í maganum og hvalurinn stækkar eftir því sem hann rotnar meira. Eftir því sem hann stækkar meira eykst þrýstingurinn innan í honum. Þessar holur opnist á endanum, springi og úr þeim flæði blóð. „Hann var líklega að leika sér með þetta prik en festi það svo í hálsi.“ Líffærin rotin Í yfirlýsingu frá norsku lögreglunni um málið kemur fram að ítarleg skoðun hefði farið fram á mjaldrinum og að ekkert benti til þess að hann hefði verið drepinn með ólöglegum hætti. Lögreglan sæi því ekki tilefni til að opna rannsókn vegna dauða mjaldursins. Þó kemur fram að dýralækningastofnunin hafi átt í nokkrum vandræðum með að komast að niðurstöðu um dánarorsök vegna þess að mörg líffæri hvalsins voru mjög rotin. Krufning hafi leitt í ljós að magi hans var tómur þegar hann fannst og að líffærin hafi flest verið búin að gefa sig. Dýraverndunarsamtökin One Whale birtu þessa mynd af sári hvalsins. Þau töldu hann hafa verið skotinn.One Whale/Facebook „Ég er ánægður að það er búið að skoða þetta svona vel og að við höfum nú fengið lokasvar,“ er haft eftir sjávarlíffræðingnum Sebastian Strand í frétt NRK. Strand vann með mjaldrinum í mörg ár. Hann segir Hvaldímír hafa veitt sér innblástur og að hann muni halda áfram rannsóknum sínum. Fram kemur í frétt NRK að bæði Strand og Rikardsen hefðu borist líflátshótanir eftir að Hvaldímír fannst látinn. Þeir voru sakaðir um að hafa drepið hvalinn Njósnamjaldurinn þjálfaður til hernaðar Hvaldímír komst fyrst í fréttirnar árið 2019 þegar norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í maí 2019. Beisli sem Hvaldímír hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Rússar gáfu lítið fyrir þessar skýringar. Mjaldrinum var í þeirri umræðu gefið nafnið Hvaldímír. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Hvaldimir sást víða í norskum fjörðum síðustu ár ævi hans eftir að hafa vakið heimsathygli. Lék hann listir sínar, leyfði fólki að klappa sér og synti eftir fiski. Til umræðu kom að flytja Hvaldimir til Íslands til að auka lífslíkur. Noregur Mjaldurinn Hvaldímír Rússland Hvalir Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 „Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. 30. maí 2023 11:48 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Þegar mjaldurinn fannst dauður í ágúst rétt fyrir utan Tananger í Rogaland í Noregi voru nokkur göt eða holur á honum sem þóttu benda til þess að hann hefði verið skotinn. Holurnar, eða sárin, voru við magann, bringuna og uggann. Dýraverndunarsamtökin One Whale og Noah tilkynntu málið til lögreglu í Noregi og vildu fá málið rannsakað. Hvaldimír var fimmtán til tuttugu ára gamall en hvalir af þessari tegund geta orðið allt að sextugir. Frétt NRK er hér. Í bráðabirgðakrufningarskýrslu sem gefin var út í september kom fram að það þætti ekki líklegt og það var það svo staðfest núna í lokakrufningarskýrslunni. Haft er eftir Audun Rikardsen prófessor í sjávarlíffræði að nokkuð algengt sé að finna slíkar holur á dauðum hvölum. „Fuglar eru fljótir að gogga holur í hvali, þeir gogga þar sem húðin er þunn. Þessar holur geta einnig komið vegna sníkjudýrs sem grefur sig inn í húð hvalsins,“ segir Rikardsen. Sjá einnig: Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Hann útskýrir einnig að þegar hvalur drepst myndast gas í maganum og hvalurinn stækkar eftir því sem hann rotnar meira. Eftir því sem hann stækkar meira eykst þrýstingurinn innan í honum. Þessar holur opnist á endanum, springi og úr þeim flæði blóð. „Hann var líklega að leika sér með þetta prik en festi það svo í hálsi.“ Líffærin rotin Í yfirlýsingu frá norsku lögreglunni um málið kemur fram að ítarleg skoðun hefði farið fram á mjaldrinum og að ekkert benti til þess að hann hefði verið drepinn með ólöglegum hætti. Lögreglan sæi því ekki tilefni til að opna rannsókn vegna dauða mjaldursins. Þó kemur fram að dýralækningastofnunin hafi átt í nokkrum vandræðum með að komast að niðurstöðu um dánarorsök vegna þess að mörg líffæri hvalsins voru mjög rotin. Krufning hafi leitt í ljós að magi hans var tómur þegar hann fannst og að líffærin hafi flest verið búin að gefa sig. Dýraverndunarsamtökin One Whale birtu þessa mynd af sári hvalsins. Þau töldu hann hafa verið skotinn.One Whale/Facebook „Ég er ánægður að það er búið að skoða þetta svona vel og að við höfum nú fengið lokasvar,“ er haft eftir sjávarlíffræðingnum Sebastian Strand í frétt NRK. Strand vann með mjaldrinum í mörg ár. Hann segir Hvaldímír hafa veitt sér innblástur og að hann muni halda áfram rannsóknum sínum. Fram kemur í frétt NRK að bæði Strand og Rikardsen hefðu borist líflátshótanir eftir að Hvaldímír fannst látinn. Þeir voru sakaðir um að hafa drepið hvalinn Njósnamjaldurinn þjálfaður til hernaðar Hvaldímír komst fyrst í fréttirnar árið 2019 þegar norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í maí 2019. Beisli sem Hvaldímír hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Rússar gáfu lítið fyrir þessar skýringar. Mjaldrinum var í þeirri umræðu gefið nafnið Hvaldímír. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Hvaldimir sást víða í norskum fjörðum síðustu ár ævi hans eftir að hafa vakið heimsathygli. Lék hann listir sínar, leyfði fólki að klappa sér og synti eftir fiski. Til umræðu kom að flytja Hvaldimir til Íslands til að auka lífslíkur.
Noregur Mjaldurinn Hvaldímír Rússland Hvalir Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 „Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. 30. maí 2023 11:48 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08
Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30
„Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. 30. maí 2023 11:48