„Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2023 11:48 Óbreyttur mjaldur við Svalbarða. Vísir/Getty Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. Meinti „njósnamjaldurinn“ komst í heimsfréttirnar þegar hann vingaðist við norska veiðimenn undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi árið 2019. Mjaldurinn reyndist vera með beisli sem á var letrað að tilheyrði Pétursborg í Rússlandi. Kviknaði þá grunur um að mjaldurinn hefði verið hluti af tilraunum Rússa til að þjálfa sjávardýr til njósna. Rússnesk stjórnvöld hafna því þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði á sínum tíma auglýst eftir höfrungum til þeirra nota, að sögn Washington Post. Önnur tilgáta er að mjaldurinn hafi verið þjálfaður til að hjálpa andlega veikum rússneskum börnum. Síðan þá hefur Hvaldímír, eins og hann var kallaður, að mestu haldið sig við Finnmörk, nærri landamærunum Noregs og Rússlands. Hann skaut hins vegar upp kollinum í Oslóarfirði sem norska höfuðborgin stendur við í síðustu viku. Norska fiskistofan varaði sjómenn við því að nálgast hvalinn af ótta við að hann gæti slasast eða drepist af völdum bátaumferðar. Nú síðast sást Hvaldírmír við strendur Svíþjóðar. Samtökin OneWhale, sem voru stofnuð sérstaklega um velferð mjaldursins, segjast hafa verið í sambandi við sænsk yfirvöld sem hafi strax gripið til aðgerða til þess að vernda hann. Þau hafi meðal annars lokað brú í því skyni. Þegar sýnt fram á klókindin Vanessa Pirotta, dýrafræðingur og fyrrverandi þjálfari villtra sjávardýra, segir Washington Post, að líklega sæki Hvaldímír enn í mannfólk eftir að hann var þjálfaður af mönnum. Mjaldrar séu félagslynd dýr sem haldi sig gjarnan í torfum í náttúrunni. Deilt hefur verið um hvað eigi að gera með Hvaldímír. OneWhale vilja að stofnað verði griðarsvæði fyrir hann þar sem hægt verði að endurhæfa hann og sameina hann svo villtum mjöldrum. Norsk yfirvöld hafa ekki áhuga á að fanga Hvaldímír en það gæti breyst ef hann heldur áfram að leita í þéttbýlissvæði. Pirotta segir að það yrði skref aftur á bak að fanga Hvaldímír. Aðstæður hans séu alls ekki svo slæmar. Hann hafi þegar sannað klókindi sín með því að veiða sér sjálfur til matar og forðast hættulega árekstra við menn og fley þeirra. Svíþjóð Noregur Rússland Hvalir Dýr Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Meinti „njósnamjaldurinn“ komst í heimsfréttirnar þegar hann vingaðist við norska veiðimenn undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi árið 2019. Mjaldurinn reyndist vera með beisli sem á var letrað að tilheyrði Pétursborg í Rússlandi. Kviknaði þá grunur um að mjaldurinn hefði verið hluti af tilraunum Rússa til að þjálfa sjávardýr til njósna. Rússnesk stjórnvöld hafna því þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði á sínum tíma auglýst eftir höfrungum til þeirra nota, að sögn Washington Post. Önnur tilgáta er að mjaldurinn hafi verið þjálfaður til að hjálpa andlega veikum rússneskum börnum. Síðan þá hefur Hvaldímír, eins og hann var kallaður, að mestu haldið sig við Finnmörk, nærri landamærunum Noregs og Rússlands. Hann skaut hins vegar upp kollinum í Oslóarfirði sem norska höfuðborgin stendur við í síðustu viku. Norska fiskistofan varaði sjómenn við því að nálgast hvalinn af ótta við að hann gæti slasast eða drepist af völdum bátaumferðar. Nú síðast sást Hvaldírmír við strendur Svíþjóðar. Samtökin OneWhale, sem voru stofnuð sérstaklega um velferð mjaldursins, segjast hafa verið í sambandi við sænsk yfirvöld sem hafi strax gripið til aðgerða til þess að vernda hann. Þau hafi meðal annars lokað brú í því skyni. Þegar sýnt fram á klókindin Vanessa Pirotta, dýrafræðingur og fyrrverandi þjálfari villtra sjávardýra, segir Washington Post, að líklega sæki Hvaldímír enn í mannfólk eftir að hann var þjálfaður af mönnum. Mjaldrar séu félagslynd dýr sem haldi sig gjarnan í torfum í náttúrunni. Deilt hefur verið um hvað eigi að gera með Hvaldímír. OneWhale vilja að stofnað verði griðarsvæði fyrir hann þar sem hægt verði að endurhæfa hann og sameina hann svo villtum mjöldrum. Norsk yfirvöld hafa ekki áhuga á að fanga Hvaldímír en það gæti breyst ef hann heldur áfram að leita í þéttbýlissvæði. Pirotta segir að það yrði skref aftur á bak að fanga Hvaldímír. Aðstæður hans séu alls ekki svo slæmar. Hann hafi þegar sannað klókindi sín með því að veiða sér sjálfur til matar og forðast hættulega árekstra við menn og fley þeirra.
Svíþjóð Noregur Rússland Hvalir Dýr Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08
Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40