„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:24 Það er ljóst að það verður kátt á hjalla hjá Jökli Andréssyni og félögum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. „Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum. Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum.
Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira