Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 08:11 Netanyahu og Smotrich ráða ráðum sínum. epa/Ronen Zvulun Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna og Frakka um þriggja vikna hlé á átökum milli Ísrael og Hezbollah. Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira