Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 12:07 Vindorkulundur þar sem endurnýjanleg orka er framleidd í Bretlandi. Vísir/EPA Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. Hátt í tvö hundruð ríki samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi í orkuframleiðslu fyrir miðja öldina á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í fyrra. Á sama tíma settu þau sér það markmið að þrefalda framleiðslugetu sína á endurnýjanlegri orku eins og sólar- og vindorku og tvöfalda orkunýtni fyrir lok þessa áratugs. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) segir það markmið innan seilingar, þökk sé hagstæðum efnahagslegum skilyrðum, framleiðslugetu ríkjanna og stefnumótun þeirra, í skýrslu sem var birt fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Til þess að svo verði þurfi þó að eyða flöskuhálsum sem tefji leyfisveitingar og tengingar við flutningskerfi raforku. Þannig þurfa ríkin að byggja og endurnýja um 25 milljónir kílómetra af raflínum og auka getu sína til þess að geyma orku um 1.500 gígavött fyrir árið 2030. Aldrei hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu verið meiri en í fyrra. Í skýrslu IEA segir að með því að þrefalda framleiðslu á endurnýjanlegri orku og tvöfalda orkunýtni væri hægt að minnka losunina um tíu milljarða tonna fyrir lok áratugsins. Stofnunin varar þó við því að það hreinsi ekki sjálfkrafa til í orkubúskap mannkynsins að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Hún ein og sér dragi ekki úr notkun jarðefnaeldsneytis eða lækki orkukostnað neytenda. Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Bensín og olía Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Hátt í tvö hundruð ríki samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi í orkuframleiðslu fyrir miðja öldina á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í fyrra. Á sama tíma settu þau sér það markmið að þrefalda framleiðslugetu sína á endurnýjanlegri orku eins og sólar- og vindorku og tvöfalda orkunýtni fyrir lok þessa áratugs. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) segir það markmið innan seilingar, þökk sé hagstæðum efnahagslegum skilyrðum, framleiðslugetu ríkjanna og stefnumótun þeirra, í skýrslu sem var birt fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Til þess að svo verði þurfi þó að eyða flöskuhálsum sem tefji leyfisveitingar og tengingar við flutningskerfi raforku. Þannig þurfa ríkin að byggja og endurnýja um 25 milljónir kílómetra af raflínum og auka getu sína til þess að geyma orku um 1.500 gígavött fyrir árið 2030. Aldrei hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu verið meiri en í fyrra. Í skýrslu IEA segir að með því að þrefalda framleiðslu á endurnýjanlegri orku og tvöfalda orkunýtni væri hægt að minnka losunina um tíu milljarða tonna fyrir lok áratugsins. Stofnunin varar þó við því að það hreinsi ekki sjálfkrafa til í orkubúskap mannkynsins að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Hún ein og sér dragi ekki úr notkun jarðefnaeldsneytis eða lækki orkukostnað neytenda.
Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Bensín og olía Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira