„Við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2024 18:33 Jökull Andrésson var mikilvægur í marki Aftureldingar og sparaði stuðningsmönnum liðsins ekki hrósið. vísir „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Mig langaði að hjálpa þessum geggjuðu strákum að komast aftur í úrslitaleikinn. Nú er bara eitt í boði, það er að vinna þetta,“ sagði markmaðurinn Jökull Andrésson sem er á leiðinni með Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni. Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum.
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira