Haaland ekki refsað Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 12:31 Það virðist grunnt á því góða á milli þeirra Erling Haaland og Gabriels. Getty/Michael Regan Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á meðan að samherjar Haalands glöddust yfir markinu og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Arsenal-mönnum, sem voru nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta liðið í tvö ár til að vinna City á útivelli, þá ákvað Norðmaðurinn að strá salti í sár Gabriels með því að kasta boltanum í höfuð hans. Dómari leiksins, Michael Oliver, annað hvort sá ekki atvikið eða kaus að aðhafast ekkert vegna þess, en Haaland virðist ekki þurfa að kvíða því að brugðist verði við athæfi hans eftir á. Sky Sports fullyrðir að Haaland muni ekki verða refsað, og segir að myndbandsdómari hafi metið atvikið á meðan á leik stóð og ekki talið nauðsynlegt að grípa inn í. 🚨🇳🇴 Erling Haaland not expected to face any retrospective punishment for throwing the ball at the back of Gabriel Magalhaes' head.VAR reviewed the incident at the time, and deemed no action was necessary, @Jack_Gaughan reports. pic.twitter.com/e714HRzizu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Haaland lét miðverði Arsenal finna vel fyrir sér í leiknum og hann skoraði þegar City komst yfir snemma leiks. Arsenal sneri stöðunni í 2-1 fyrir hálfleik en missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald rétt fyrir hléið. Seinni hálfleikur var svo eign City en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í blálokin þegar John Stones skoraði. Alan Shearer kom Haaland til varnar í þættinum Match of the Day 2, og vildi ekki meina að hann ætti skilið refsingu fyrir að kasta boltanum í höfuð Gabriels. „Mér fannst enginn skaði í þessu. Þetta var erfiður leikur fyrir dómarann en varðandi baráttuhug og einvígin úti á vellinum þá var þetta mjög spennandi leikur,“ sagði Shearer. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Á meðan að samherjar Haalands glöddust yfir markinu og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Arsenal-mönnum, sem voru nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta liðið í tvö ár til að vinna City á útivelli, þá ákvað Norðmaðurinn að strá salti í sár Gabriels með því að kasta boltanum í höfuð hans. Dómari leiksins, Michael Oliver, annað hvort sá ekki atvikið eða kaus að aðhafast ekkert vegna þess, en Haaland virðist ekki þurfa að kvíða því að brugðist verði við athæfi hans eftir á. Sky Sports fullyrðir að Haaland muni ekki verða refsað, og segir að myndbandsdómari hafi metið atvikið á meðan á leik stóð og ekki talið nauðsynlegt að grípa inn í. 🚨🇳🇴 Erling Haaland not expected to face any retrospective punishment for throwing the ball at the back of Gabriel Magalhaes' head.VAR reviewed the incident at the time, and deemed no action was necessary, @Jack_Gaughan reports. pic.twitter.com/e714HRzizu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Haaland lét miðverði Arsenal finna vel fyrir sér í leiknum og hann skoraði þegar City komst yfir snemma leiks. Arsenal sneri stöðunni í 2-1 fyrir hálfleik en missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald rétt fyrir hléið. Seinni hálfleikur var svo eign City en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í blálokin þegar John Stones skoraði. Alan Shearer kom Haaland til varnar í þættinum Match of the Day 2, og vildi ekki meina að hann ætti skilið refsingu fyrir að kasta boltanum í höfuð Gabriels. „Mér fannst enginn skaði í þessu. Þetta var erfiður leikur fyrir dómarann en varðandi baráttuhug og einvígin úti á vellinum þá var þetta mjög spennandi leikur,“ sagði Shearer.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira