Þverár Amasonfljóts þorna upp sem aldrei fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 13:32 Maður gengur á sandgrynningu þar sem áin Madeira ætti að renna 10. september. Madeira er ein af stærri þverám Amasonfljótsins. Vísir/EPA Vatnsstaða í mörgum þverám Amasonfljóts er nú lægri en nokkru sinni hefur mælst áður af völdum langvarandi þurrks. Sumar ár sem voru áður siglanlegar hafa jafnvel þornað alveg upp. Fjöldi þorpa hefur einangrast því ekki er lengur hægt að sigla þangað. Náttúruvárstofnun Brasilíu segir að þurrkurinn sé sá ákafasti og víðfeðmasti sem um getur. Það sé sérstakt áhyggjuefni að hann eigi sér stað tiltölulega snemma á þurrkatímabili sem stendur alla jafna yfir frá júní til nóvember. Ástandið gæti því mögulega ekki skánað fyrr eftir fleiri mánuði. Solimões, ein helsta þverá Amasonfljóts, hefur aldrei mælst lægri við brasilíska bæinn Tabatinga við landamæri Kólumbíu. Áin Tefé, ein kvísl Solimões, var algerlega uppþornuð þegar fréttamaður Reuters flaug yfir á sunnudag. Tefé-vatn er einnig uppþornað. Fleiri en tvö hundruð ferskvatnshöfrungar drápust í miklum þurrki þar í fyrra. Þurrkurinn á vatnasviði Amason í fyrra var sá versti í mælingasögunni. Loftslagsvísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að hnattræn hlýnun af völdum manna hefði margfaldað líkurnar á honum. Veðurfyrirbrigðið El niño átti einnig sinn þátt en því fylgir að jafnaði meiri hlýindi og þurrkur í Amasonskóginum en ella. Eyðing Amasonfrumskógarins getur einnig aukið á þurrkinn þar sem tré útgufun þeirra eykur raka í lofti. Þurrkurinn skapar aftur aðstæður við skógarelda sem ganga enn á skóginn. Erfiðlega gengur að koma nauðsynjum til íbúa sem búa við árnar. Brasilíska náttúruvárstofnunin segir að í fleiri en hundrað byggðarlögum hafi ekki regndropið fallið úr lofti í meira en 150 daga. „Við festum bát hérna og hann var fastur á þurru landi daginn eftir. Við höfum enga leið til þess að færa hann,“ segir Josué Oliveira, veiðimaður í Manacapuru við bakka Solimões, við breska ríkisútvarpið BBC. Loftslagsmál Brasilía Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Náttúruvárstofnun Brasilíu segir að þurrkurinn sé sá ákafasti og víðfeðmasti sem um getur. Það sé sérstakt áhyggjuefni að hann eigi sér stað tiltölulega snemma á þurrkatímabili sem stendur alla jafna yfir frá júní til nóvember. Ástandið gæti því mögulega ekki skánað fyrr eftir fleiri mánuði. Solimões, ein helsta þverá Amasonfljóts, hefur aldrei mælst lægri við brasilíska bæinn Tabatinga við landamæri Kólumbíu. Áin Tefé, ein kvísl Solimões, var algerlega uppþornuð þegar fréttamaður Reuters flaug yfir á sunnudag. Tefé-vatn er einnig uppþornað. Fleiri en tvö hundruð ferskvatnshöfrungar drápust í miklum þurrki þar í fyrra. Þurrkurinn á vatnasviði Amason í fyrra var sá versti í mælingasögunni. Loftslagsvísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að hnattræn hlýnun af völdum manna hefði margfaldað líkurnar á honum. Veðurfyrirbrigðið El niño átti einnig sinn þátt en því fylgir að jafnaði meiri hlýindi og þurrkur í Amasonskóginum en ella. Eyðing Amasonfrumskógarins getur einnig aukið á þurrkinn þar sem tré útgufun þeirra eykur raka í lofti. Þurrkurinn skapar aftur aðstæður við skógarelda sem ganga enn á skóginn. Erfiðlega gengur að koma nauðsynjum til íbúa sem búa við árnar. Brasilíska náttúruvárstofnunin segir að í fleiri en hundrað byggðarlögum hafi ekki regndropið fallið úr lofti í meira en 150 daga. „Við festum bát hérna og hann var fastur á þurru landi daginn eftir. Við höfum enga leið til þess að færa hann,“ segir Josué Oliveira, veiðimaður í Manacapuru við bakka Solimões, við breska ríkisútvarpið BBC.
Loftslagsmál Brasilía Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira