Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2024 07:49 Atvikið á að hafa átt sér stað árið 2011 og Harris að hafa ekið á 13 ára gamla stúlku. Getty/VCG Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. Myndskeiðið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að Harris varð forsetaefni Demókrataflokksins, í gegnum vefsíðu fyrir skáldaðan fjölmiðil í San Francisko, KBSF-TV. Samkvæmt Microsoft er myndskeiðið til marks um aukinn þunga sem Rússar hafa lagt í að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs en svo virðist sem það hafi tekið nokkurn tíma fyrir þrjótana að ná vopnum sínum á ný eftir að Biden steig til hliðar. 🚨🇺🇸BREAKING: #HitAndRunKamala coule lose the US Presidential election over this shocking revelation!Make this go viral MAGA folks! https://t.co/RljuoQW4At pic.twitter.com/EDH6fLY6p6— Aussie Cossack (@aussiecossack) September 3, 2024 Greinendur Microsoft segja að seint í ágúst hafi umræddur hópur, Storm-1516, hins vegar farið að framleiða efni gegn Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz. Hópurinn er þekktur fyrir að framleiða myndskeið þar sem leikarar eru settir í hlutverk fréttamanna og/eða uppljóstrara. Umrætt myndskeið hefur verið spilað 2,7 milljón sinnum. Sendiráð Rússlands í Washington hefur ekki svarað fyrirspurn Reuters um málið en þess ber að geta að Harris er ötull stuðningsmaður Úkraínu í stríðinu við Rússa. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Microsoft Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Myndskeiðið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að Harris varð forsetaefni Demókrataflokksins, í gegnum vefsíðu fyrir skáldaðan fjölmiðil í San Francisko, KBSF-TV. Samkvæmt Microsoft er myndskeiðið til marks um aukinn þunga sem Rússar hafa lagt í að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs en svo virðist sem það hafi tekið nokkurn tíma fyrir þrjótana að ná vopnum sínum á ný eftir að Biden steig til hliðar. 🚨🇺🇸BREAKING: #HitAndRunKamala coule lose the US Presidential election over this shocking revelation!Make this go viral MAGA folks! https://t.co/RljuoQW4At pic.twitter.com/EDH6fLY6p6— Aussie Cossack (@aussiecossack) September 3, 2024 Greinendur Microsoft segja að seint í ágúst hafi umræddur hópur, Storm-1516, hins vegar farið að framleiða efni gegn Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz. Hópurinn er þekktur fyrir að framleiða myndskeið þar sem leikarar eru settir í hlutverk fréttamanna og/eða uppljóstrara. Umrætt myndskeið hefur verið spilað 2,7 milljón sinnum. Sendiráð Rússlands í Washington hefur ekki svarað fyrirspurn Reuters um málið en þess ber að geta að Harris er ötull stuðningsmaður Úkraínu í stríðinu við Rússa.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Microsoft Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira