Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2024 07:49 Atvikið á að hafa átt sér stað árið 2011 og Harris að hafa ekið á 13 ára gamla stúlku. Getty/VCG Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. Myndskeiðið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að Harris varð forsetaefni Demókrataflokksins, í gegnum vefsíðu fyrir skáldaðan fjölmiðil í San Francisko, KBSF-TV. Samkvæmt Microsoft er myndskeiðið til marks um aukinn þunga sem Rússar hafa lagt í að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs en svo virðist sem það hafi tekið nokkurn tíma fyrir þrjótana að ná vopnum sínum á ný eftir að Biden steig til hliðar. 🚨🇺🇸BREAKING: #HitAndRunKamala coule lose the US Presidential election over this shocking revelation!Make this go viral MAGA folks! https://t.co/RljuoQW4At pic.twitter.com/EDH6fLY6p6— Aussie Cossack (@aussiecossack) September 3, 2024 Greinendur Microsoft segja að seint í ágúst hafi umræddur hópur, Storm-1516, hins vegar farið að framleiða efni gegn Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz. Hópurinn er þekktur fyrir að framleiða myndskeið þar sem leikarar eru settir í hlutverk fréttamanna og/eða uppljóstrara. Umrætt myndskeið hefur verið spilað 2,7 milljón sinnum. Sendiráð Rússlands í Washington hefur ekki svarað fyrirspurn Reuters um málið en þess ber að geta að Harris er ötull stuðningsmaður Úkraínu í stríðinu við Rússa. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Microsoft Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Myndskeiðið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að Harris varð forsetaefni Demókrataflokksins, í gegnum vefsíðu fyrir skáldaðan fjölmiðil í San Francisko, KBSF-TV. Samkvæmt Microsoft er myndskeiðið til marks um aukinn þunga sem Rússar hafa lagt í að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs en svo virðist sem það hafi tekið nokkurn tíma fyrir þrjótana að ná vopnum sínum á ný eftir að Biden steig til hliðar. 🚨🇺🇸BREAKING: #HitAndRunKamala coule lose the US Presidential election over this shocking revelation!Make this go viral MAGA folks! https://t.co/RljuoQW4At pic.twitter.com/EDH6fLY6p6— Aussie Cossack (@aussiecossack) September 3, 2024 Greinendur Microsoft segja að seint í ágúst hafi umræddur hópur, Storm-1516, hins vegar farið að framleiða efni gegn Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz. Hópurinn er þekktur fyrir að framleiða myndskeið þar sem leikarar eru settir í hlutverk fréttamanna og/eða uppljóstrara. Umrætt myndskeið hefur verið spilað 2,7 milljón sinnum. Sendiráð Rússlands í Washington hefur ekki svarað fyrirspurn Reuters um málið en þess ber að geta að Harris er ötull stuðningsmaður Úkraínu í stríðinu við Rússa.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Microsoft Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira