Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. september 2024 07:06 Vatn flæðir um götur og inn í hús í bænum Kłodzko í suðvesturhluta Póllands. AP/Krzysztof Zatycki Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. Flóðin hafa sett hluta Austurríkis, Tékklands, Póllands og Rúmeníu á kaf eftir að djúp lægð framkallaði gríðarlegar rigningar á svæðinu sem staðið hafa í marga daga. Búist er við að ásandið eigi eftir að versna þegar líður á vikuna í fleiri löndum á borð við Slóvakíu og Ungverjaland. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á flóðasvæðunum í Póllandi þar sem stíflur hafa brostið og ár flætt víða yfir bakka sína. Í suðvesturhluta landsins þurfti að rýma spítala þar sem fjörutíu sjúklingar lágu inni og víða eru skólar og skrifstofur lokaðar vegna ástandsins. Fjöldi fólks hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mjanmar. Þessar fjölskyldur leituðu skjóls í klaustri í Naypyitaw.AP/Aung Shine Oo Í Mjanmar eru einnig hamfarir vegna flóða sem komu í kjölfar þess að fellibylurinn Yagi gekk yfir í byrjun mánaðarins. Í landinu eru nú 220 látnir af völdum veðursins og áttatíu til viðbótar saknað og á öllu svæðinu, sem telur auk Mjanmar; Víetnam, Laos og Tæland hafa um fimmhundruð látið lífið. Flestir hinna látnu í Mjanmar fórust í aurskriðum sem komu í kjölfar óveðursins sem sópuðu heilu þorpunum á brott. Þá vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungursneið gæti verið yfirvofandi í hinu stríðshrjáða landi þar sem fleiri hektarar ræktarlands eyðilögðust í hamförunum. Slökkviliðsmenn freista þess að bjarga vöruhúsum frá gróðureldum í Sever do Vouga, bæ í norðurhluta Portugal.AP/Bruno Fonseca Og í Portúgal hafa rúmlega fimmþúsund slökkviliðsmenn barist við kjarr- og skógarelda vítt og breitt um landið. Forsætisráðherrann Louis Montenegro segir að einn slökkviliðsmaður hafi nú þegar látið lífið en hitinn fór víða yfir þrjátíu gráður í landinu um helgina og er búist við svipuðu veðri á næstunni og lítil von um rigningu. Auk slökkviliðsmannsins sem fórst er vitað um tvö dauðsföll af völdum eldanna. Á svæðinu á milli Porto og Aveiro í Norðri hafa um tíu þúsund hektarar brunnið frá því um helgina og eins og staðan er nú eru um 127 virkir eldar í gangi í öllu landinu, að sögn BBC. Veður Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mjanmar Portúgal Pólland Austurríki Tékkland Rúmenía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Flóðin hafa sett hluta Austurríkis, Tékklands, Póllands og Rúmeníu á kaf eftir að djúp lægð framkallaði gríðarlegar rigningar á svæðinu sem staðið hafa í marga daga. Búist er við að ásandið eigi eftir að versna þegar líður á vikuna í fleiri löndum á borð við Slóvakíu og Ungverjaland. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á flóðasvæðunum í Póllandi þar sem stíflur hafa brostið og ár flætt víða yfir bakka sína. Í suðvesturhluta landsins þurfti að rýma spítala þar sem fjörutíu sjúklingar lágu inni og víða eru skólar og skrifstofur lokaðar vegna ástandsins. Fjöldi fólks hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mjanmar. Þessar fjölskyldur leituðu skjóls í klaustri í Naypyitaw.AP/Aung Shine Oo Í Mjanmar eru einnig hamfarir vegna flóða sem komu í kjölfar þess að fellibylurinn Yagi gekk yfir í byrjun mánaðarins. Í landinu eru nú 220 látnir af völdum veðursins og áttatíu til viðbótar saknað og á öllu svæðinu, sem telur auk Mjanmar; Víetnam, Laos og Tæland hafa um fimmhundruð látið lífið. Flestir hinna látnu í Mjanmar fórust í aurskriðum sem komu í kjölfar óveðursins sem sópuðu heilu þorpunum á brott. Þá vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungursneið gæti verið yfirvofandi í hinu stríðshrjáða landi þar sem fleiri hektarar ræktarlands eyðilögðust í hamförunum. Slökkviliðsmenn freista þess að bjarga vöruhúsum frá gróðureldum í Sever do Vouga, bæ í norðurhluta Portugal.AP/Bruno Fonseca Og í Portúgal hafa rúmlega fimmþúsund slökkviliðsmenn barist við kjarr- og skógarelda vítt og breitt um landið. Forsætisráðherrann Louis Montenegro segir að einn slökkviliðsmaður hafi nú þegar látið lífið en hitinn fór víða yfir þrjátíu gráður í landinu um helgina og er búist við svipuðu veðri á næstunni og lítil von um rigningu. Auk slökkviliðsmannsins sem fórst er vitað um tvö dauðsföll af völdum eldanna. Á svæðinu á milli Porto og Aveiro í Norðri hafa um tíu þúsund hektarar brunnið frá því um helgina og eins og staðan er nú eru um 127 virkir eldar í gangi í öllu landinu, að sögn BBC.
Veður Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mjanmar Portúgal Pólland Austurríki Tékkland Rúmenía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira