„Held það vilji það allir sem fylgjast með boltanum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:13 Aron Bjarnason skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/ Pawel „Bara mjög góður sigur. Erfitt HK-lið og mjög erfiðir við að eiga. Þeir komust yfir og við komum þeim inn í þetta. Þetta er mjög sterkt,“ sagði Aron Bjarnason eftir 5-3 sigur Breiðabliks á nágrönnum sínum í HK í dag. Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira