Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 22:37 Trump ræddi við blaðamenn í golfklúbbi sínum í Rancho Palos Verdes utan við Los Angeles í dag. AP/Jae C. Hong Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. Haítískir innflytjendur í borginni Springfield í Ohio hafa verið mikið til umfjöllunar vestanhafs eftir að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, tóku upp lygar fjarhægrimanna um að ólöglegir innflytjendur þar stælu og ætu gæludýr annarra borgarbúa. „Þeir eru að borða gæludýr þeirra sem búa þarna!“ sagði Trump í sjónvarskappræðum við Kamölu Harris á aðfararnótt miðvikudags. Enginn fótur er fyrir ásökununum og meirihluti þeirra Haítíbúa sem hafa sest að í Springfield eru þar löglega. Þrátt fyrir það hótaði Trump því að vísa haítískum íbúum borgarinnar úr landi og senda þá til lands sem þeir hafa engin tengsl við þegar hann ræddi við blaðamenn í Los Angeles í dag. „Við munum standa fyrir miklum brottvísunum frá Springfield í Ohio. Miklar brottvísanir. Við ætlum að koma þessu fólki burt. Við ætlum að senda það aftur til Venesúela,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem virtist hafa gleymt því hvaðan fólkið var. Trump: We will do large deportations from Springfield, Ohio. Large deportations. We're going to get these people out. We’re bringing them back to Venezuela pic.twitter.com/41CdKtcmwq— Acyn (@Acyn) September 13, 2024 Hugsanlegt er að tveimur lygasögum hafi þar slegið saman í höfði Trump en hann hefur ítrekað logið því að venesúelanskt glæpagengi hafi „tekið yfir“ heila íbúðarblokk í Colorado og þvingað íbúa þar til þess að greiða því leigu. Yfirvöld þar hafa ítrekað að þrátt fyrir að glæpagengi hafi vissulega skotið upp kollinum þar eigi fullyrðingar um að það hafi tekið yfir blokk ekki við rök að styðjast. „Það verður að hætta“ Borgaryfirvöld og lögreglan í Springfield hefur margítrekað að ekkert sé hæft í fullyrðingum Trump og bandamanna hans um meint gæludýraát haítískra innflytjenda í borginni í vikunni. Þau hafa nú einnig þurft að glíma við röð hótanna sem leiddu meðal annars til þes að þrír skólar voru annað hvort rýmdir eða lokað tímabundið. Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi árásir Trump og félaga á hatítíska innflytjendasamfélagið í dag. Leiðtogar þess hafa sagt ummæli Trump geta stefnt lífi fólks í hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta verður að hætta, það sem hann er að gera. Það verður að hætta,“ sagði Biden. Trump hefur boðað stórfelldar brottvísanir fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum nái hann kjöri, jafnvel tugi milljóna manna. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Haítí Venesúela Innflytjendamál Gæludýr Tengdar fréttir Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Sjá meira
Haítískir innflytjendur í borginni Springfield í Ohio hafa verið mikið til umfjöllunar vestanhafs eftir að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, tóku upp lygar fjarhægrimanna um að ólöglegir innflytjendur þar stælu og ætu gæludýr annarra borgarbúa. „Þeir eru að borða gæludýr þeirra sem búa þarna!“ sagði Trump í sjónvarskappræðum við Kamölu Harris á aðfararnótt miðvikudags. Enginn fótur er fyrir ásökununum og meirihluti þeirra Haítíbúa sem hafa sest að í Springfield eru þar löglega. Þrátt fyrir það hótaði Trump því að vísa haítískum íbúum borgarinnar úr landi og senda þá til lands sem þeir hafa engin tengsl við þegar hann ræddi við blaðamenn í Los Angeles í dag. „Við munum standa fyrir miklum brottvísunum frá Springfield í Ohio. Miklar brottvísanir. Við ætlum að koma þessu fólki burt. Við ætlum að senda það aftur til Venesúela,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem virtist hafa gleymt því hvaðan fólkið var. Trump: We will do large deportations from Springfield, Ohio. Large deportations. We're going to get these people out. We’re bringing them back to Venezuela pic.twitter.com/41CdKtcmwq— Acyn (@Acyn) September 13, 2024 Hugsanlegt er að tveimur lygasögum hafi þar slegið saman í höfði Trump en hann hefur ítrekað logið því að venesúelanskt glæpagengi hafi „tekið yfir“ heila íbúðarblokk í Colorado og þvingað íbúa þar til þess að greiða því leigu. Yfirvöld þar hafa ítrekað að þrátt fyrir að glæpagengi hafi vissulega skotið upp kollinum þar eigi fullyrðingar um að það hafi tekið yfir blokk ekki við rök að styðjast. „Það verður að hætta“ Borgaryfirvöld og lögreglan í Springfield hefur margítrekað að ekkert sé hæft í fullyrðingum Trump og bandamanna hans um meint gæludýraát haítískra innflytjenda í borginni í vikunni. Þau hafa nú einnig þurft að glíma við röð hótanna sem leiddu meðal annars til þes að þrír skólar voru annað hvort rýmdir eða lokað tímabundið. Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi árásir Trump og félaga á hatítíska innflytjendasamfélagið í dag. Leiðtogar þess hafa sagt ummæli Trump geta stefnt lífi fólks í hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta verður að hætta, það sem hann er að gera. Það verður að hætta,“ sagði Biden. Trump hefur boðað stórfelldar brottvísanir fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum nái hann kjöri, jafnvel tugi milljóna manna.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Haítí Venesúela Innflytjendamál Gæludýr Tengdar fréttir Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Sjá meira
Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent