„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 10:01 Sölvi Geir hefur háð marga baráttuna við KR-inga undanfarin ár. Vísir/Samsett Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana. Sölvi Geir kom til Íslands á þriðjudag eftir að hafa fylgt A-landsliðinu í leik þess í Tyrklandi. Hann er ef til vill sá maður sem vakti mesta athygli í nýafstöðnu landsleikjahléi en föst leikatriði, sem eru á hans könnu, skiluðu Íslandi öllum þremur mörkum þess í leikjunum tveimur við Svartfjallaland og Tyrkland. Sölvi getur þó lítið staldrað við það. Hann hefur sinnt æfingum Víkinga ásamt Arnari Gunnlaugssyni og öðrum í þjálfarateyminu síðustu daga. Víkingar fengu kærkomið frí á meðan landsleikjahléinu stóð eftir mikið álag vikurnar á undan þar sem Evrópuleikir og ferðalögin sem því fylgdu voru vikuleg samhliða keppni í Bestu deildinni. Menn eru spenntir fyrir því að komast aftur á völlinn en áfram verða Víkingar í fríi frá þjálfaranum Arnari, sem tekur út síðasta leik sinn í þriggja leikja banni. „Ég er kominn með smá reynslu af því að stýra liðinu, þetta er farið að verða heilt tímabil örugglega núna,“ segir Sölvi léttur. „En það er alltaf gaman að vera á hliðarlínunni og heiður að fá að vera á hliðarlínunni. Þá er maður nær leiknum.“ Gaman að takast á við Óskar Nokkrir hatrammir bardagar hafa verið háðir milli liðanna, til að mynda þegar þeim Kára Árnasyni, Halldóri Smára Sigurðarsyni og Sölva sjálfum var öllum vísað í sturtu með beint rautt spjald sumarið 2020. Árið eftir sauð allt upp úr undir lok leiks þar sem Kjartan Henry Finnbogason fékk reisupassann og í kjölfarið þriggja leikja bann. Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við í Vesturbæ.Vísir/Viktor Freyr Víkingar hafa hins vegar haft góð tök á Vesturbæingum allra síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvort nýr þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, getur eitthvað gert til að breyta því. „Fyrir mér er KR alltaf KR. Mig langar alltaf jafn mikið að vinna KR-inga. Ég býst við hörkuleik. Óskar er kominn inn í þetta og er að reyna að koma sinni hugmyndafræði og fótbolta inn í KR-inga. Það sést aðeins en tekur sinn tíma fyrir nýjan þjálfara að koma því inn,“ segir Sölvi og bætir við: „Maður er farinn að sjá smá handbragð Óskars á KR og okkur hlakkar til að mæta þeim.“ Arnar hugsað sinn gang í skammarkróknum Arnar hefur ekki fengið að stýra Víkingum í rúman mánuð, frá því gegn Vestra 11. ágúst þar sem hann fékk að líta rautt spjald og var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.vísir/Diego En er Sölvi ekkert farinn að sakna þess að hafa Arnar með sér á hliðarlínunni? „Það verður mjög gott að fá Arnar aftur á hliðarlínuna. Við erum náttúrulega bara eitt teymi og viljum hafa allt teymið í kringum okkur. Sama hvort það eru leikmenn eða þjálfarar, við viljum allir vera saman í þessu. Það verður gott að fá Arnar til baka.“ Og halda aftur af honum svo hann fari ekki aftur í bann? „Já, já. Hann hlýtur að vera búinn að læra af þessu núna. Hann er búinn að fá nokkra leiki til að hugsa sinn gang,“ segir Sölvi hlægjandi að lokum. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Sölvi Geir kom til Íslands á þriðjudag eftir að hafa fylgt A-landsliðinu í leik þess í Tyrklandi. Hann er ef til vill sá maður sem vakti mesta athygli í nýafstöðnu landsleikjahléi en föst leikatriði, sem eru á hans könnu, skiluðu Íslandi öllum þremur mörkum þess í leikjunum tveimur við Svartfjallaland og Tyrkland. Sölvi getur þó lítið staldrað við það. Hann hefur sinnt æfingum Víkinga ásamt Arnari Gunnlaugssyni og öðrum í þjálfarateyminu síðustu daga. Víkingar fengu kærkomið frí á meðan landsleikjahléinu stóð eftir mikið álag vikurnar á undan þar sem Evrópuleikir og ferðalögin sem því fylgdu voru vikuleg samhliða keppni í Bestu deildinni. Menn eru spenntir fyrir því að komast aftur á völlinn en áfram verða Víkingar í fríi frá þjálfaranum Arnari, sem tekur út síðasta leik sinn í þriggja leikja banni. „Ég er kominn með smá reynslu af því að stýra liðinu, þetta er farið að verða heilt tímabil örugglega núna,“ segir Sölvi léttur. „En það er alltaf gaman að vera á hliðarlínunni og heiður að fá að vera á hliðarlínunni. Þá er maður nær leiknum.“ Gaman að takast á við Óskar Nokkrir hatrammir bardagar hafa verið háðir milli liðanna, til að mynda þegar þeim Kára Árnasyni, Halldóri Smára Sigurðarsyni og Sölva sjálfum var öllum vísað í sturtu með beint rautt spjald sumarið 2020. Árið eftir sauð allt upp úr undir lok leiks þar sem Kjartan Henry Finnbogason fékk reisupassann og í kjölfarið þriggja leikja bann. Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við í Vesturbæ.Vísir/Viktor Freyr Víkingar hafa hins vegar haft góð tök á Vesturbæingum allra síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvort nýr þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, getur eitthvað gert til að breyta því. „Fyrir mér er KR alltaf KR. Mig langar alltaf jafn mikið að vinna KR-inga. Ég býst við hörkuleik. Óskar er kominn inn í þetta og er að reyna að koma sinni hugmyndafræði og fótbolta inn í KR-inga. Það sést aðeins en tekur sinn tíma fyrir nýjan þjálfara að koma því inn,“ segir Sölvi og bætir við: „Maður er farinn að sjá smá handbragð Óskars á KR og okkur hlakkar til að mæta þeim.“ Arnar hugsað sinn gang í skammarkróknum Arnar hefur ekki fengið að stýra Víkingum í rúman mánuð, frá því gegn Vestra 11. ágúst þar sem hann fékk að líta rautt spjald og var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.vísir/Diego En er Sölvi ekkert farinn að sakna þess að hafa Arnar með sér á hliðarlínunni? „Það verður mjög gott að fá Arnar aftur á hliðarlínuna. Við erum náttúrulega bara eitt teymi og viljum hafa allt teymið í kringum okkur. Sama hvort það eru leikmenn eða þjálfarar, við viljum allir vera saman í þessu. Það verður gott að fá Arnar til baka.“ Og halda aftur af honum svo hann fari ekki aftur í bann? „Já, já. Hann hlýtur að vera búinn að læra af þessu núna. Hann er búinn að fá nokkra leiki til að hugsa sinn gang,“ segir Sölvi hlægjandi að lokum. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann