„Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 16:14 Ellert B. Schram greindist með Alzheimer-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hvetja fólk til að mæta á fræðslufund um heilabilun, í KR-heimilinu í kvöld klukkan 19:30, og á leikinn við Víkinga á morgun klukkan 17. Í myndbandi í tengslum við þetta framtak KR-inga tala börn Ellerts, þau Eva og Höskuldur Kári, um þá miklu breytingu þegar pabbi þeirra greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum. Ellert var á glæstum ferli meðal annars fjórum sinnum valinn knattspyrnumaður ársins og fimm sinnum Íslandsmeistari með KR, og eftir að takkaskórnir fóru á hilluna var hann til að mynda alþingismaður, formaður KSÍ og forseti ÍSÍ. Ellert B. Schram tekur í spaðann á Ron Yeats, fyrirliða Liverpool, þegar liðin mættust í Evrópuleik á sjöunda áratugnum. Yeats lést um helgina eftir glímu við Alzheimer-sjúkdóminn. Héldu fyrst að um elliglöp væri að ræða „Af því að hann er svo líkamlegur og mikill íþróttamaður, alltaf að og alltaf hetjan í öllu sem hann gerir, og alltaf forseti og formaður, þá reyndist það mjög erfitt þegar hann núna hættir að geta verið sá maður. Hans kraftar hafa farið. Málstolið kemur inn, og það var líka hans stóri kraftur að geta talað og skrifað,“ segir Eva og bætir við: „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast. Viðkvæmnin, óttinn og hræðslan… allt þetta sem fylgir þessum sjúkdómi,“ en myndband KR-inga má sjá hér að neðan. „Það sem kom mér óþægilega á óvart er hvað þetta gerðist hratt um leið og stíflan brast. Þetta voru kannski sex mánuðir sem liðu frá því að maður gat haldið uppi samræðum við hann, þar til að hann þekkti mann ekki lengur,“ segir Höskuldur Kári. Pálmi missti móður sína Alzheimer-sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á líf fjölda Íslendinga, og í öðru myndbandi KR-inga ræðir fyrrverandi atvinnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason, nú framkvæmdastjóri KR, um móður sína, Björgu Jónsdóttur, sem féll frá í lok síðasta árs eftir glímu við Alzheimer. Björg, eða Bogga Jóns eins og hún var kölluð, var sjálf fjölhæf íþróttakona og mikil driffjöður í íþróttalífi Húsavíkur. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari í handbolta með Val og lék landsleiki í handbolta og blaki. „Það fyrsta sem við tókum eftir var að hún var aðeins farin að feila á verkum, og það var allt í einu orðið eitthvað skrýtið við hluti sem hún gerði svo vel. Það var byrjunin á verkstoli sem fylgdi henni svo restina,“ segir Pálmi. „Það var rosalega erfitt að horfa upp á hana fara svona því hún hafði alltaf verið svo frísk og heilbrigð. Manni fannst þetta svo ósanngjarnt. Hún lifði svo heilbrigðu lífi. Var á fullu í handbolta þegar hún var yngri og svo í eróbik og að kenna íþróttir. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Síðustu dagana sem við vorum hjá mömmu, og hún enn vakandi, þá var alltaf stutt í grínið hjá henni. Maður gat hlegið með henni fram á síðasta dag. Það var rosalega mikilvægt og þannig man maður eftir henni. Hún var svo ofboðslega góð kona,“ segir Pálmi en myndbandið má sjá hér að ofan. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
KR-ingar hvetja fólk til að mæta á fræðslufund um heilabilun, í KR-heimilinu í kvöld klukkan 19:30, og á leikinn við Víkinga á morgun klukkan 17. Í myndbandi í tengslum við þetta framtak KR-inga tala börn Ellerts, þau Eva og Höskuldur Kári, um þá miklu breytingu þegar pabbi þeirra greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum. Ellert var á glæstum ferli meðal annars fjórum sinnum valinn knattspyrnumaður ársins og fimm sinnum Íslandsmeistari með KR, og eftir að takkaskórnir fóru á hilluna var hann til að mynda alþingismaður, formaður KSÍ og forseti ÍSÍ. Ellert B. Schram tekur í spaðann á Ron Yeats, fyrirliða Liverpool, þegar liðin mættust í Evrópuleik á sjöunda áratugnum. Yeats lést um helgina eftir glímu við Alzheimer-sjúkdóminn. Héldu fyrst að um elliglöp væri að ræða „Af því að hann er svo líkamlegur og mikill íþróttamaður, alltaf að og alltaf hetjan í öllu sem hann gerir, og alltaf forseti og formaður, þá reyndist það mjög erfitt þegar hann núna hættir að geta verið sá maður. Hans kraftar hafa farið. Málstolið kemur inn, og það var líka hans stóri kraftur að geta talað og skrifað,“ segir Eva og bætir við: „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast. Viðkvæmnin, óttinn og hræðslan… allt þetta sem fylgir þessum sjúkdómi,“ en myndband KR-inga má sjá hér að neðan. „Það sem kom mér óþægilega á óvart er hvað þetta gerðist hratt um leið og stíflan brast. Þetta voru kannski sex mánuðir sem liðu frá því að maður gat haldið uppi samræðum við hann, þar til að hann þekkti mann ekki lengur,“ segir Höskuldur Kári. Pálmi missti móður sína Alzheimer-sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á líf fjölda Íslendinga, og í öðru myndbandi KR-inga ræðir fyrrverandi atvinnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason, nú framkvæmdastjóri KR, um móður sína, Björgu Jónsdóttur, sem féll frá í lok síðasta árs eftir glímu við Alzheimer. Björg, eða Bogga Jóns eins og hún var kölluð, var sjálf fjölhæf íþróttakona og mikil driffjöður í íþróttalífi Húsavíkur. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari í handbolta með Val og lék landsleiki í handbolta og blaki. „Það fyrsta sem við tókum eftir var að hún var aðeins farin að feila á verkum, og það var allt í einu orðið eitthvað skrýtið við hluti sem hún gerði svo vel. Það var byrjunin á verkstoli sem fylgdi henni svo restina,“ segir Pálmi. „Það var rosalega erfitt að horfa upp á hana fara svona því hún hafði alltaf verið svo frísk og heilbrigð. Manni fannst þetta svo ósanngjarnt. Hún lifði svo heilbrigðu lífi. Var á fullu í handbolta þegar hún var yngri og svo í eróbik og að kenna íþróttir. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Síðustu dagana sem við vorum hjá mömmu, og hún enn vakandi, þá var alltaf stutt í grínið hjá henni. Maður gat hlegið með henni fram á síðasta dag. Það var rosalega mikilvægt og þannig man maður eftir henni. Hún var svo ofboðslega góð kona,“ segir Pálmi en myndbandið má sjá hér að ofan.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31