„Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 16:14 Ellert B. Schram greindist með Alzheimer-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hvetja fólk til að mæta á fræðslufund um heilabilun, í KR-heimilinu í kvöld klukkan 19:30, og á leikinn við Víkinga á morgun klukkan 17. Í myndbandi í tengslum við þetta framtak KR-inga tala börn Ellerts, þau Eva og Höskuldur Kári, um þá miklu breytingu þegar pabbi þeirra greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum. Ellert var á glæstum ferli meðal annars fjórum sinnum valinn knattspyrnumaður ársins og fimm sinnum Íslandsmeistari með KR, og eftir að takkaskórnir fóru á hilluna var hann til að mynda alþingismaður, formaður KSÍ og forseti ÍSÍ. Ellert B. Schram tekur í spaðann á Ron Yeats, fyrirliða Liverpool, þegar liðin mættust í Evrópuleik á sjöunda áratugnum. Yeats lést um helgina eftir glímu við Alzheimer-sjúkdóminn. Héldu fyrst að um elliglöp væri að ræða „Af því að hann er svo líkamlegur og mikill íþróttamaður, alltaf að og alltaf hetjan í öllu sem hann gerir, og alltaf forseti og formaður, þá reyndist það mjög erfitt þegar hann núna hættir að geta verið sá maður. Hans kraftar hafa farið. Málstolið kemur inn, og það var líka hans stóri kraftur að geta talað og skrifað,“ segir Eva og bætir við: „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast. Viðkvæmnin, óttinn og hræðslan… allt þetta sem fylgir þessum sjúkdómi,“ en myndband KR-inga má sjá hér að neðan. „Það sem kom mér óþægilega á óvart er hvað þetta gerðist hratt um leið og stíflan brast. Þetta voru kannski sex mánuðir sem liðu frá því að maður gat haldið uppi samræðum við hann, þar til að hann þekkti mann ekki lengur,“ segir Höskuldur Kári. Pálmi missti móður sína Alzheimer-sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á líf fjölda Íslendinga, og í öðru myndbandi KR-inga ræðir fyrrverandi atvinnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason, nú framkvæmdastjóri KR, um móður sína, Björgu Jónsdóttur, sem féll frá í lok síðasta árs eftir glímu við Alzheimer. Björg, eða Bogga Jóns eins og hún var kölluð, var sjálf fjölhæf íþróttakona og mikil driffjöður í íþróttalífi Húsavíkur. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari í handbolta með Val og lék landsleiki í handbolta og blaki. „Það fyrsta sem við tókum eftir var að hún var aðeins farin að feila á verkum, og það var allt í einu orðið eitthvað skrýtið við hluti sem hún gerði svo vel. Það var byrjunin á verkstoli sem fylgdi henni svo restina,“ segir Pálmi. „Það var rosalega erfitt að horfa upp á hana fara svona því hún hafði alltaf verið svo frísk og heilbrigð. Manni fannst þetta svo ósanngjarnt. Hún lifði svo heilbrigðu lífi. Var á fullu í handbolta þegar hún var yngri og svo í eróbik og að kenna íþróttir. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Síðustu dagana sem við vorum hjá mömmu, og hún enn vakandi, þá var alltaf stutt í grínið hjá henni. Maður gat hlegið með henni fram á síðasta dag. Það var rosalega mikilvægt og þannig man maður eftir henni. Hún var svo ofboðslega góð kona,“ segir Pálmi en myndbandið má sjá hér að ofan. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
KR-ingar hvetja fólk til að mæta á fræðslufund um heilabilun, í KR-heimilinu í kvöld klukkan 19:30, og á leikinn við Víkinga á morgun klukkan 17. Í myndbandi í tengslum við þetta framtak KR-inga tala börn Ellerts, þau Eva og Höskuldur Kári, um þá miklu breytingu þegar pabbi þeirra greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum. Ellert var á glæstum ferli meðal annars fjórum sinnum valinn knattspyrnumaður ársins og fimm sinnum Íslandsmeistari með KR, og eftir að takkaskórnir fóru á hilluna var hann til að mynda alþingismaður, formaður KSÍ og forseti ÍSÍ. Ellert B. Schram tekur í spaðann á Ron Yeats, fyrirliða Liverpool, þegar liðin mættust í Evrópuleik á sjöunda áratugnum. Yeats lést um helgina eftir glímu við Alzheimer-sjúkdóminn. Héldu fyrst að um elliglöp væri að ræða „Af því að hann er svo líkamlegur og mikill íþróttamaður, alltaf að og alltaf hetjan í öllu sem hann gerir, og alltaf forseti og formaður, þá reyndist það mjög erfitt þegar hann núna hættir að geta verið sá maður. Hans kraftar hafa farið. Málstolið kemur inn, og það var líka hans stóri kraftur að geta talað og skrifað,“ segir Eva og bætir við: „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast. Viðkvæmnin, óttinn og hræðslan… allt þetta sem fylgir þessum sjúkdómi,“ en myndband KR-inga má sjá hér að neðan. „Það sem kom mér óþægilega á óvart er hvað þetta gerðist hratt um leið og stíflan brast. Þetta voru kannski sex mánuðir sem liðu frá því að maður gat haldið uppi samræðum við hann, þar til að hann þekkti mann ekki lengur,“ segir Höskuldur Kári. Pálmi missti móður sína Alzheimer-sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á líf fjölda Íslendinga, og í öðru myndbandi KR-inga ræðir fyrrverandi atvinnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason, nú framkvæmdastjóri KR, um móður sína, Björgu Jónsdóttur, sem féll frá í lok síðasta árs eftir glímu við Alzheimer. Björg, eða Bogga Jóns eins og hún var kölluð, var sjálf fjölhæf íþróttakona og mikil driffjöður í íþróttalífi Húsavíkur. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari í handbolta með Val og lék landsleiki í handbolta og blaki. „Það fyrsta sem við tókum eftir var að hún var aðeins farin að feila á verkum, og það var allt í einu orðið eitthvað skrýtið við hluti sem hún gerði svo vel. Það var byrjunin á verkstoli sem fylgdi henni svo restina,“ segir Pálmi. „Það var rosalega erfitt að horfa upp á hana fara svona því hún hafði alltaf verið svo frísk og heilbrigð. Manni fannst þetta svo ósanngjarnt. Hún lifði svo heilbrigðu lífi. Var á fullu í handbolta þegar hún var yngri og svo í eróbik og að kenna íþróttir. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Síðustu dagana sem við vorum hjá mömmu, og hún enn vakandi, þá var alltaf stutt í grínið hjá henni. Maður gat hlegið með henni fram á síðasta dag. Það var rosalega mikilvægt og þannig man maður eftir henni. Hún var svo ofboðslega góð kona,“ segir Pálmi en myndbandið má sjá hér að ofan.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó