Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 13:32 „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum“ segir Böðvar. Samsett/Vísir/Getty Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira