„Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 22:08 Frambjóðendurnir mætast í Pennsylvaníuríki á þriðjudagskvöld. AP Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag. Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Innlent Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Innlent Skipti öllu máli að telja drykkina Innlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent Holan alls ekki eina slysagildran Innlent Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Innlent „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Innlent Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Innlent Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Eitt ár frá upphafi stríðsins á Gasa Íranskur herforingi sagður hafa látist í loftárásum Ísraela Lýsa nóttinni sem skelfilegri Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Ung kona látin eftir skotárás í Ísrael Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana „Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Engum verði vísað út við myndbirtingu Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Versnandi ástand í Pokrovsk Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Vita um tvo Íslendinga í Líbanon Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Hringmyrkvi sýnilegur yfir syðsta oddi Suður-Ameríku Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Nýnasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna rasisma Sjá meira
Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Innlent Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Innlent Skipti öllu máli að telja drykkina Innlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent Holan alls ekki eina slysagildran Innlent Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Innlent „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Innlent Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Innlent Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Eitt ár frá upphafi stríðsins á Gasa Íranskur herforingi sagður hafa látist í loftárásum Ísraela Lýsa nóttinni sem skelfilegri Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Ung kona látin eftir skotárás í Ísrael Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana „Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Engum verði vísað út við myndbirtingu Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Versnandi ástand í Pokrovsk Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Vita um tvo Íslendinga í Líbanon Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Hringmyrkvi sýnilegur yfir syðsta oddi Suður-Ameríku Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Nýnasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna rasisma Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12
Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51