„Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 22:08 Frambjóðendurnir mætast í Pennsylvaníuríki á þriðjudagskvöld. AP Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag. Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12
Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51