Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 07:50 Silja Bára sagði að menn ættu ekki endilega að taka Trump bókstaflega en alvarlega. „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira