„Þetta er alvöru hret“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 20:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi við Bjarka um veðrið næstu daga í Kvöldfréttum. Vísir Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. „Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“ Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Sjá meira
„Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“
Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Sjá meira