„Þetta er alvöru hret“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 20:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi við Bjarka um veðrið næstu daga í Kvöldfréttum. Vísir Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. „Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“ Veður Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
„Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“
Veður Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira