„Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 16:15 Viðar Örn Kjartansson er kominn í gang og það gæti reynst KA dýrmætt nú þegar styttist í bikarúrslitaleik. vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson hefur verið að gera góða hluti með KA undanfarið og skorað fimm mörk í Bestu deildinni í fótbolta á rétt rúmum mánuði. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í vikunni. Viðar samdi nokkuð óvænt við KA í vor eftir langan og fjölbreyttan atvinnumannaferil, þá nýorðinn 34 ára gamall. Hann þurfti að bíða fram til 28. júní eftir fyrsta deildarleiknum í byrjunarliði KA en hefur nú náð átta byrjunarliðsleikjum, og er farinn að raða inn mörkum. Hann skoraði tvö lagleg mörk gegn Breiðabliki um helgina en KA varð þó að sætta sig við 3-2 tap, sitt fyrsta tap síðan í júní. Tapið þýðir að KA mun spila í neðri hluta Bestu deildarinnar þegar henni verður skipt upp síðar í þessum mánuði, en liðið á einnig fyrir höndum bikarúrslitaleik við Víkinga. „Stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn“ „Viðar er búinn að finna skotskóna, kominn í það stand þar sem Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] treystir honum til að spila leikina. Tvö mjög góð mörk [gegn Breiðabliki],“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Viðar Örn í stuði „KA er að fara að spila í neðri hlutanum, gegn lélegri liðunum í deildinni, og Viðar ætti því svo sannarlega að geta fundið mörkin sín í þessum síðustu sex leikjum sem eftir eru hjá KA, og í bikarúrslitaleiknum sem er handan við hornið. Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn,“ sagði Guðmundur og Atli Viðar Björnsson tók við boltanum: „Mér hefur fundist það aðeins undanfarið að stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn. Þetta snýst allt um að vera með liðið á sem bestum stað þá. Ég held að það sé ekki neitt annað að fara að gerast hjá KA næstu vikur en að vera klárir 21. september, þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram. Þar á meðal að hafa þennan mann í sem bestu standi,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Viðar samdi nokkuð óvænt við KA í vor eftir langan og fjölbreyttan atvinnumannaferil, þá nýorðinn 34 ára gamall. Hann þurfti að bíða fram til 28. júní eftir fyrsta deildarleiknum í byrjunarliði KA en hefur nú náð átta byrjunarliðsleikjum, og er farinn að raða inn mörkum. Hann skoraði tvö lagleg mörk gegn Breiðabliki um helgina en KA varð þó að sætta sig við 3-2 tap, sitt fyrsta tap síðan í júní. Tapið þýðir að KA mun spila í neðri hluta Bestu deildarinnar þegar henni verður skipt upp síðar í þessum mánuði, en liðið á einnig fyrir höndum bikarúrslitaleik við Víkinga. „Stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn“ „Viðar er búinn að finna skotskóna, kominn í það stand þar sem Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] treystir honum til að spila leikina. Tvö mjög góð mörk [gegn Breiðabliki],“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Viðar Örn í stuði „KA er að fara að spila í neðri hlutanum, gegn lélegri liðunum í deildinni, og Viðar ætti því svo sannarlega að geta fundið mörkin sín í þessum síðustu sex leikjum sem eftir eru hjá KA, og í bikarúrslitaleiknum sem er handan við hornið. Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn,“ sagði Guðmundur og Atli Viðar Björnsson tók við boltanum: „Mér hefur fundist það aðeins undanfarið að stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn. Þetta snýst allt um að vera með liðið á sem bestum stað þá. Ég held að það sé ekki neitt annað að fara að gerast hjá KA næstu vikur en að vera klárir 21. september, þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram. Þar á meðal að hafa þennan mann í sem bestu standi,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03
Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02