Rekur yfirmann flughersins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 07:30 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti stendur hér við F-16 þotu. AP Photo/Efrem Lukatsky Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. „Ég hef tekið ákvörðun um að skipta út yfirmanni flughersins... Ég verð ávallt þakklátur flugmönnunum í hernum okkar,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann birti í gærkvöldi. Í myndbandinu minntist Selenskí á nauðsyn þess að vernda líf þeirra sem vernda Úkraínu. Í ávarpinu greinir hann ekki frá ástæðunni fyrir ákvörðuninni að skipta út Mykola Oleshchuk en fólk hefur leitt af því líkum að hún byggi á hrapi F-16 þotu í fyrradag. Oleksiy Mes, flugmaður þotunnar, fórst í slysinu. Afhending F-16 þotanna, sem Úkraína fékk að gjöf frá nokkrum Evrópuríkjum, dróst nokkuð á langinn vegna þeirrar tímafreku þjálfunar sem þarf til, bæði fyrir flugmenn og starfsmenn hersins á jörðu niðri, til að nota flugvélarnar. Mannleg mistök eða vélarbilun Ýjað hefur verið að því víða að flugvélin hafi verið skotin niður af Rússum en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. Líklegra sé að annað hvort hafi komið upp vélarbilun eða flugvélin hafi hrapað vegna mannlegra mistaka. Slysið hefur fengið mjög á Úkraínumenn enda hefur rússneski herinn á sama tíma sótt mjög á og náð undir sig nokkru landsvæði í austurhluta landsins. Rússar nálgast borgina Pokrovsk óðfluga og hefur stjórn úkraínska herisins og Selenskí sjálfur sætt mikilli gagnrýni. Rússar hafa svo mánuðum skiptir stefnt að því að ná Pokrovsk undir sitt vald. Staðsetning borgarinnar, sem er námuborg, er talin hernaðarlega mikilvæg. Síðustu mánuði hefur lítið gengið en á nokkrum vikum hafa Rússar nálgast markmiðið. Í gær var greint frá því að rússneski herinn væri minna en 10 kílómtera frá borginni og var hún rýmd í snarhasti. Um 60 þúsund bjuggu í borginni fyrir stríð. Eins gerðu Rússar loftárás á íbúahverfi í Kharkív í gær. Minnst fimm fórust, þar á meðal barn, og fjörutíu særðust. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
„Ég hef tekið ákvörðun um að skipta út yfirmanni flughersins... Ég verð ávallt þakklátur flugmönnunum í hernum okkar,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann birti í gærkvöldi. Í myndbandinu minntist Selenskí á nauðsyn þess að vernda líf þeirra sem vernda Úkraínu. Í ávarpinu greinir hann ekki frá ástæðunni fyrir ákvörðuninni að skipta út Mykola Oleshchuk en fólk hefur leitt af því líkum að hún byggi á hrapi F-16 þotu í fyrradag. Oleksiy Mes, flugmaður þotunnar, fórst í slysinu. Afhending F-16 þotanna, sem Úkraína fékk að gjöf frá nokkrum Evrópuríkjum, dróst nokkuð á langinn vegna þeirrar tímafreku þjálfunar sem þarf til, bæði fyrir flugmenn og starfsmenn hersins á jörðu niðri, til að nota flugvélarnar. Mannleg mistök eða vélarbilun Ýjað hefur verið að því víða að flugvélin hafi verið skotin niður af Rússum en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. Líklegra sé að annað hvort hafi komið upp vélarbilun eða flugvélin hafi hrapað vegna mannlegra mistaka. Slysið hefur fengið mjög á Úkraínumenn enda hefur rússneski herinn á sama tíma sótt mjög á og náð undir sig nokkru landsvæði í austurhluta landsins. Rússar nálgast borgina Pokrovsk óðfluga og hefur stjórn úkraínska herisins og Selenskí sjálfur sætt mikilli gagnrýni. Rússar hafa svo mánuðum skiptir stefnt að því að ná Pokrovsk undir sitt vald. Staðsetning borgarinnar, sem er námuborg, er talin hernaðarlega mikilvæg. Síðustu mánuði hefur lítið gengið en á nokkrum vikum hafa Rússar nálgast markmiðið. Í gær var greint frá því að rússneski herinn væri minna en 10 kílómtera frá borginni og var hún rýmd í snarhasti. Um 60 þúsund bjuggu í borginni fyrir stríð. Eins gerðu Rússar loftárás á íbúahverfi í Kharkív í gær. Minnst fimm fórust, þar á meðal barn, og fjörutíu særðust.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24
Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40
Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00