Afturelding sektað vegna ummæla: „Ertu fokking þroskaheftur?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2024 16:14 Leikmenn Aftureldingar. Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað Aftureldingu um 25 þúsund krónur vegna framkomu stjórnarmanns félagsins í garð dómara leiks liðsins við Gróttu í Lengjudeild kvenna. Lesa má úrskurð aga- og úrskurðarnefndar á heimasíðu KSÍ en vakin var athygli á nokkrum úrskurðum frá undanförnum mánuðum á heimasíðu sambandsins í dag. Leikurinn fór fram í maí síðastliðnum. Í greinargerð Aftureldingar vegna málsins eru nokkur atriði í skýrslu dómara sögð ekki standast skoðun. Aga- og úrskurðarnefnd ákvað aftur á móti að sekta Aftureldingu vegna málsins. Ásmundur Þór Sveinsson skilaði inn skýrslunni.Vísir/Hulda Margrét Ásmundur Þór Sveinsson, dómari leiksins, lýsti atburðunum á eftirfarandi hátt í skýrslu sinni eftir leik, sem lögð var á borð aga- og úrskurðarnefndar: „Eftir leik í gærkvöldi gekk ég frá búningsklefa á leið heim. Fyrir utan búningsklefann á ganginum stóð þjálfari Aftureldingar sem spurðist fyrir um víti sem ég dæmdi í leiknum. Ég útskýrði ákvörðun mína sem hann kvaðst ósammála eftir að hafa farið yfir myndbandsupptöku. Ég sagði honum að ég gæti ekkert útskýrt nema hvað ég sá á þeirri stundu sem ég ákveð að dæma víti. Samskiptin við þjálfara Aftureldingar voru góð og fagmannleg,“ segir í skýrslu Ásmundar. Í kjölfarið hafi komið að honum Sigurbjartur Sigurjónsson, stjórnarmaður hjá knattspyrnudeild Aftureldingar. „Aftur á móti stendur maður sem sagðist heita Sigurbjartur. Hann var ekki jafn rólegur og talar ítrekað um myndbandsupptöku. Ég segi orðrétt "Mér er skítsama um eitthvað video". Við þetta reiðist hann og segir orðrétt "Ertu fokking þroskaheftur",“ segir í skýrslunni. „Ég læt vita að ég muni tilkynna þetta til sambandsins sem gerir það að verkum að hann verður ógnandi í hegðun og gerir tilraun til að espa mig upp gegn sér. Hann setur höfuð fram með stíft augnaráð og er háttarfar hans greinilega til þess að ógna. Hann fer svo er er annar aðili sem biður hann að yfirgefa svæðið.“ segir Ásmundur í skýrslunni. Afturelding Lengjudeild kvenna KSÍ Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Lesa má úrskurð aga- og úrskurðarnefndar á heimasíðu KSÍ en vakin var athygli á nokkrum úrskurðum frá undanförnum mánuðum á heimasíðu sambandsins í dag. Leikurinn fór fram í maí síðastliðnum. Í greinargerð Aftureldingar vegna málsins eru nokkur atriði í skýrslu dómara sögð ekki standast skoðun. Aga- og úrskurðarnefnd ákvað aftur á móti að sekta Aftureldingu vegna málsins. Ásmundur Þór Sveinsson skilaði inn skýrslunni.Vísir/Hulda Margrét Ásmundur Þór Sveinsson, dómari leiksins, lýsti atburðunum á eftirfarandi hátt í skýrslu sinni eftir leik, sem lögð var á borð aga- og úrskurðarnefndar: „Eftir leik í gærkvöldi gekk ég frá búningsklefa á leið heim. Fyrir utan búningsklefann á ganginum stóð þjálfari Aftureldingar sem spurðist fyrir um víti sem ég dæmdi í leiknum. Ég útskýrði ákvörðun mína sem hann kvaðst ósammála eftir að hafa farið yfir myndbandsupptöku. Ég sagði honum að ég gæti ekkert útskýrt nema hvað ég sá á þeirri stundu sem ég ákveð að dæma víti. Samskiptin við þjálfara Aftureldingar voru góð og fagmannleg,“ segir í skýrslu Ásmundar. Í kjölfarið hafi komið að honum Sigurbjartur Sigurjónsson, stjórnarmaður hjá knattspyrnudeild Aftureldingar. „Aftur á móti stendur maður sem sagðist heita Sigurbjartur. Hann var ekki jafn rólegur og talar ítrekað um myndbandsupptöku. Ég segi orðrétt "Mér er skítsama um eitthvað video". Við þetta reiðist hann og segir orðrétt "Ertu fokking þroskaheftur",“ segir í skýrslunni. „Ég læt vita að ég muni tilkynna þetta til sambandsins sem gerir það að verkum að hann verður ógnandi í hegðun og gerir tilraun til að espa mig upp gegn sér. Hann setur höfuð fram með stíft augnaráð og er háttarfar hans greinilega til þess að ógna. Hann fer svo er er annar aðili sem biður hann að yfirgefa svæðið.“ segir Ásmundur í skýrslunni.
Afturelding Lengjudeild kvenna KSÍ Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira