Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 19:28 Frá vettvangi í Skúlagötu á laugardagskvöld. vísir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Fjöldi stórfelldra og meiri háttar líkamsárása á landinu hefur aukist mikið síðustu ár en slík mál voru þrjátíu prósent fleiri í fyrra en árið 2020. Á þessu ári eru þau nú þegar orðin næstum jafn mörg og allt árið 2020 eða 60 talsins. Á sama tíma hefur orðið tvöföldun í fjölda alvarlegra mála þar sem hnífur fannst á vettvangi. Á þessu ári kemur hnífur við sögu í ríflega sjö prósentum mála en var í um þremur prósentum mála árið 2020. Þá hafa alvarleg ofbeldisbrot ungmenna 13 -15 ára fjórfaldast frá árinu 2014. Hnífar koma einnig oftar við sögu í slikum málum en áður. Sextán ára stúlka er nú í lífshættu eftir hnífaárás á menningarnótt þar sem tveir jafnaldrar hennar urðu líka fyrir hnífstungum en eru minna slösuð. Piltur á sama reki situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla segir rannsókn miða vel en gefur ekki upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er slegin vegna málsins og hefur áhyggjur af þróuninni. „Mér varð verulega brugðið vegna þessarar árásar á sunnudaginn. Við höfum haft miklar áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna,“ segir hún. Guðrún segir nú þegar í gangi aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi ungmenna. Hún hafi verið kynnt í sumar. „Meðal annars er verið að fjölga samfélagslögreglumönnum sem ég bind miklar vonir við,“ segir hún. En fleiri þurfi að leggjast á árarnar. „Þetta er ekki einkamál eins eða neins. Við þurfum sem samfélag að takast á við þennan vanda. Þá kalla ég á aukið samtal við börnin okkar, foreldra ,heimilin, skóla, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og stjórnvöld,“ segir Guðrún að lokum. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Íþróttir barna Alþingi Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Fjöldi stórfelldra og meiri háttar líkamsárása á landinu hefur aukist mikið síðustu ár en slík mál voru þrjátíu prósent fleiri í fyrra en árið 2020. Á þessu ári eru þau nú þegar orðin næstum jafn mörg og allt árið 2020 eða 60 talsins. Á sama tíma hefur orðið tvöföldun í fjölda alvarlegra mála þar sem hnífur fannst á vettvangi. Á þessu ári kemur hnífur við sögu í ríflega sjö prósentum mála en var í um þremur prósentum mála árið 2020. Þá hafa alvarleg ofbeldisbrot ungmenna 13 -15 ára fjórfaldast frá árinu 2014. Hnífar koma einnig oftar við sögu í slikum málum en áður. Sextán ára stúlka er nú í lífshættu eftir hnífaárás á menningarnótt þar sem tveir jafnaldrar hennar urðu líka fyrir hnífstungum en eru minna slösuð. Piltur á sama reki situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla segir rannsókn miða vel en gefur ekki upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er slegin vegna málsins og hefur áhyggjur af þróuninni. „Mér varð verulega brugðið vegna þessarar árásar á sunnudaginn. Við höfum haft miklar áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna,“ segir hún. Guðrún segir nú þegar í gangi aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi ungmenna. Hún hafi verið kynnt í sumar. „Meðal annars er verið að fjölga samfélagslögreglumönnum sem ég bind miklar vonir við,“ segir hún. En fleiri þurfi að leggjast á árarnar. „Þetta er ekki einkamál eins eða neins. Við þurfum sem samfélag að takast á við þennan vanda. Þá kalla ég á aukið samtal við börnin okkar, foreldra ,heimilin, skóla, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og stjórnvöld,“ segir Guðrún að lokum.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Íþróttir barna Alþingi Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17
Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51