Fjórtán aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2024 13:55 Ásmundur Einar er ráðherra barna- og menntamála. Vísir/Einar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Með fjórtán aðgerðum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Breiður hópur haghafa stendur samhentur að aðgerðunum og þeim verður hrint í framkvæmd af ríki, sveitarfélögum og lykilstofnunum. „Merki eru um að ákveðin ofbeldismenning sé að þróast meðal barna hérlendis og teikn eru á lofti um sömu þróun og hefur átt sér stað á mörgum Norðurlöndunum. Þróunin er áhyggjuefni sem þarf að bregðast við,“ segir í tilkynningu. Tilkynningum til lögreglu og barnaverndar þar sem grunur er um að barn beiti ofbeldi hefur fjölgað verulega. Fjöldi tilkynninga til barnaverndar um að barn beiti ofbeldi meira en tvöfaldaðist á árunum 2016–2023 eða úr 461 tilviki í 1.072. Þá tvöfaldaðist fjöldi grunaðra undir 18 ára í líkamsmeiðingarmálum tilkynntum til lögreglu frá 2016 til 2023 eða úr 95 tilkynningum í 186. Grunaðir í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásum undir 18 ára árið 2023 voru 18% af heildarfjölda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá 2016. Aðgerðirnar eru fjórtán og snúa að forvörnum, inngripi og meðferð: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu vegna biðlista Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræða fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla. Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16-17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir og móta stefnu til framtíðar Heildarkostnaður aðgerðanna er áætlaður um 360 m.kr. yfir tveggja ára tímabil. Aðgerðir verða framkvæmdar í víðtæku samstarfi mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborgar, Barna- og fjölskyldustofu, embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembættanna. Þessir aðilar mynda aðgerðarhóp sem hefur það hlutverk að leiða saman mismunandi aðila, samstilla aðgerðir og fylgja þeim eftir. Aðgerðahópurinn metur árangur af aðgerðum reglulega og taka áherslur mið af árangri. Sömuleiðis verður stofnað til nýrra aðgerða eftir þörfum. Reglulegar stöðuskýrslur um aðgerðir og árangur verða nýttar til áframhaldandi stefnumótunar í málaflokknum. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi barna Tengdar fréttir Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. 24. júní 2024 21:03 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Með fjórtán aðgerðum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Breiður hópur haghafa stendur samhentur að aðgerðunum og þeim verður hrint í framkvæmd af ríki, sveitarfélögum og lykilstofnunum. „Merki eru um að ákveðin ofbeldismenning sé að þróast meðal barna hérlendis og teikn eru á lofti um sömu þróun og hefur átt sér stað á mörgum Norðurlöndunum. Þróunin er áhyggjuefni sem þarf að bregðast við,“ segir í tilkynningu. Tilkynningum til lögreglu og barnaverndar þar sem grunur er um að barn beiti ofbeldi hefur fjölgað verulega. Fjöldi tilkynninga til barnaverndar um að barn beiti ofbeldi meira en tvöfaldaðist á árunum 2016–2023 eða úr 461 tilviki í 1.072. Þá tvöfaldaðist fjöldi grunaðra undir 18 ára í líkamsmeiðingarmálum tilkynntum til lögreglu frá 2016 til 2023 eða úr 95 tilkynningum í 186. Grunaðir í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásum undir 18 ára árið 2023 voru 18% af heildarfjölda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá 2016. Aðgerðirnar eru fjórtán og snúa að forvörnum, inngripi og meðferð: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu vegna biðlista Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræða fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla. Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16-17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir og móta stefnu til framtíðar Heildarkostnaður aðgerðanna er áætlaður um 360 m.kr. yfir tveggja ára tímabil. Aðgerðir verða framkvæmdar í víðtæku samstarfi mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborgar, Barna- og fjölskyldustofu, embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembættanna. Þessir aðilar mynda aðgerðarhóp sem hefur það hlutverk að leiða saman mismunandi aðila, samstilla aðgerðir og fylgja þeim eftir. Aðgerðahópurinn metur árangur af aðgerðum reglulega og taka áherslur mið af árangri. Sömuleiðis verður stofnað til nýrra aðgerða eftir þörfum. Reglulegar stöðuskýrslur um aðgerðir og árangur verða nýttar til áframhaldandi stefnumótunar í málaflokknum.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi barna Tengdar fréttir Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. 24. júní 2024 21:03 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. 24. júní 2024 21:03