Vopnaburður barna og ungmenna

Fréttamynd

Mun sjá eftir á­rásinni alla ævi

Piltur sem hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og stinga tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra játaði að stinga þau þrjú. Hann las yfirlýsingu í þinghaldi málsins þar sem hann sagði að um væru að ræða stærstu mistök lífs hans.

Innlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn trú­verðugur en sá sem var stunginn mis­vísandi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt David Gabríel S. Glascorsson, karlmann á þrítugsaldri, í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en hann var ákærður fyrir að stinga annan mann með hnífi á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustanna í Reykjavík að nóttu til mánudaginn 13. júní 2021.

Innlent
Fréttamynd

Efling ungmennastarfs í Breið­holti meðal að­gerða

Fyrstu stöðuskýrslu frá aðgerðahóp vegna ofbeldis meðal barna hefur verið skilað. 25 aðgerðir hafa verið samþykktar til að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Aðgerðahópurinn var stofnaður í júní 2024 með það að markmiði að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna og ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Á­hrifa­valdar og þing­menn ræddu kær­leikann

Alþingismenn og áhrifavaldar tóku þátt í kærleikshringjum í Iðnó með það að markmiði að eiga samtal um samfélagið og hvað sé hægt að gera til að auka samkennd og hafa áhrif til góðs. Verkefninu var ýtt úr vör í kjölfar andláts Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínun eftir stunguárás á menningarnótt í fyrra. 

Lífið
Fréttamynd

Öll börn eiga rétt á öryggi

Undanfarnar vikur hafa verið fluttar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldi meðal barna þar sem hæst hefur borið á málefnum tiltekins grunnskóla og hverfi borgarinnar. Rétt er að rifja upp að eitt af aðalmarkmiðum laga um grunnskóla, sem og reglugerðar þar um, er að tryggja öryggi barna, bæði í skólum og nærumhverfi þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn hafi átt í sam­skiptum við lykilvitni

Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Ger­endur yngri og brotin al­var­legri

Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar Bryn­dísar Klöru í Kompás

Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt, verða í einlægu og opinskáu viðtali í Kompás á Stöð 2 klukkan 18:55.

Innlent
Fréttamynd

Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu

Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir.

Innlent
Fréttamynd

Sendur í leyfi

Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum sínum á meðferðarheimilinu. Úlfur tjáði sig opinskátt um alvarlega stöðu sem uppi væri á Stuðlum í fréttaskýringarþættinum Kveik í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Ætla að tala opin­skátt um of­beldi í Kópa­vogi

Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi segir skort á sál­fræðingum vanda­mál

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata beindi spurningu til Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum; hvort hann sæi ekki eftir því að hafa ekki tryggt nægilegt fjármagn 2020 til þess að vinna að andlegri líðan. Sigurður Ingi sagði vandann meðal annars þann að skortur væri á sálfræðingum.

Innlent
Fréttamynd

„Við berum ekki þeirra sorg“

Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar.

Innlent
Fréttamynd

Hlupu í burtu þegar ung­menni dró upp hníf

Lögreglu barst tilkynning um þrjú ungmenni að slást í Laugardalnum og var eitt þeirra vopnað hníf. Samkvæmt tilkynningunni tók viðkomandi upp hníf sem varð til þess að hinir tveir hlupu á brott. Sá vopnaði hafi þá kastað hnífnum án árangurs í átt að þeim sem flúðu.

Innlent
Fréttamynd

Hug­renningar for­stöðu­manns

Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau.

Skoðun
Fréttamynd

Lítið mál að fjölga löggum

Lögregla undirbýr meiri viðveru í miðborginni til þess að sporna við auknu ofbeldi og hnífaburði meðal ungmenna. Viðbragð lögreglu er hluti af aðgerðum stjórnvalda sem eiga að taka á ofbeldishrinu. 

Innlent