Bestu mörkin: Köttarar meistarar en sorglegt hve fáir mæta á Hlíðarenda Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. ágúst 2024 16:01 Sigríður Theodóra hefur leikið fyrir bæði Þrótt og Val. Stemningin er mun meiri í Laugardalnum að hennar sögn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru á sínum stað til að hita upp fyrir lokaumferðina áður en úrslitakeppnin hefst í Bestu deild kvenna. Með þeim að þessu voru Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir, sem eiga hörkuleik fyrir höndum um helgina. Sigríður er leikmaður Þróttar og Hulda er hjá Stjörnunni. Liðin mætast á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Stjörnunni dugir jafntefli en Þróttur þarf að sækja sigur. Liðið sem endar í neðri hlutanum er nú þegar búið að bjarga sér frá falli og því lítið spennandi leikir framundan. Þær fjórar fóru vel yfir málin og hituðu rækilega upp fyrir helgina. Alls verða fimm leikir á dagskrá samtímis á sunnudaginn, úrslitakeppnin hefst svo eftir viku. Allir sáttir í settinu.vísir / samúel Báðar eru þær uppaldar hjá öðrum félögum, Hulda Hrund hjá Fylki en Sigríður var í Val. Hún var spurð hver helsti munurinn væri á því að spila fyrir Val og fyrir Þrótt. „Það er sorglegt hvað það mæta fáir [á Hlíðarenda] miðað við gæðin inni á vellinum, en í Þrótti er það allt annað. Nóg af Kötturum, þeir láta sig aldrei vanta. Ég var í smá sjokki hvað það mættu margir, maður finnur bara strax þegar maður kemur, fyrir stuðningnum úr Laugardalnum og þeir eru svo miklir meistarar,“ svaraði Sigríður Theodóra. Talið færðist þá yfir til Huldu, sem kemur frá Fylki þar sem stemningin hefur verið mikil í sumar, en spilar nú með Stjörnunni þar sem stemningin er af skornum skammti. „Já [við finnum fyrir þessu]. Ég veit ekki alveg hvað það er, kannski er tíminn eitthvað vitlaus á leikjunum. Þetta er mjög skrítið, maður sér heldur aldrei yngri flokka æfingar í kring þegar maður er að koma. Miðað við Fylki, þar voru krakkar út um allt og maður heilsaði, svo í sundlaugina sá maður þau þar líka, [stemningin] byggðist upp einhvern veginn.“ Klippa: Upphitun fyrir 18. umferð Bestu deildar kvenna Upphitunarþáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram klukkan 14:00 á sunnudag og verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. FH – Valur Breiðablik – Víkingur Fylkir – Þór/KA Stjarnan – Þróttur Tindastóll – Keflavík Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Sigríður er leikmaður Þróttar og Hulda er hjá Stjörnunni. Liðin mætast á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Stjörnunni dugir jafntefli en Þróttur þarf að sækja sigur. Liðið sem endar í neðri hlutanum er nú þegar búið að bjarga sér frá falli og því lítið spennandi leikir framundan. Þær fjórar fóru vel yfir málin og hituðu rækilega upp fyrir helgina. Alls verða fimm leikir á dagskrá samtímis á sunnudaginn, úrslitakeppnin hefst svo eftir viku. Allir sáttir í settinu.vísir / samúel Báðar eru þær uppaldar hjá öðrum félögum, Hulda Hrund hjá Fylki en Sigríður var í Val. Hún var spurð hver helsti munurinn væri á því að spila fyrir Val og fyrir Þrótt. „Það er sorglegt hvað það mæta fáir [á Hlíðarenda] miðað við gæðin inni á vellinum, en í Þrótti er það allt annað. Nóg af Kötturum, þeir láta sig aldrei vanta. Ég var í smá sjokki hvað það mættu margir, maður finnur bara strax þegar maður kemur, fyrir stuðningnum úr Laugardalnum og þeir eru svo miklir meistarar,“ svaraði Sigríður Theodóra. Talið færðist þá yfir til Huldu, sem kemur frá Fylki þar sem stemningin hefur verið mikil í sumar, en spilar nú með Stjörnunni þar sem stemningin er af skornum skammti. „Já [við finnum fyrir þessu]. Ég veit ekki alveg hvað það er, kannski er tíminn eitthvað vitlaus á leikjunum. Þetta er mjög skrítið, maður sér heldur aldrei yngri flokka æfingar í kring þegar maður er að koma. Miðað við Fylki, þar voru krakkar út um allt og maður heilsaði, svo í sundlaugina sá maður þau þar líka, [stemningin] byggðist upp einhvern veginn.“ Klippa: Upphitun fyrir 18. umferð Bestu deildar kvenna Upphitunarþáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram klukkan 14:00 á sunnudag og verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. FH – Valur Breiðablik – Víkingur Fylkir – Þór/KA Stjarnan – Þróttur Tindastóll – Keflavík
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira