Bestu mörkin: Köttarar meistarar en sorglegt hve fáir mæta á Hlíðarenda Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. ágúst 2024 16:01 Sigríður Theodóra hefur leikið fyrir bæði Þrótt og Val. Stemningin er mun meiri í Laugardalnum að hennar sögn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru á sínum stað til að hita upp fyrir lokaumferðina áður en úrslitakeppnin hefst í Bestu deild kvenna. Með þeim að þessu voru Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir, sem eiga hörkuleik fyrir höndum um helgina. Sigríður er leikmaður Þróttar og Hulda er hjá Stjörnunni. Liðin mætast á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Stjörnunni dugir jafntefli en Þróttur þarf að sækja sigur. Liðið sem endar í neðri hlutanum er nú þegar búið að bjarga sér frá falli og því lítið spennandi leikir framundan. Þær fjórar fóru vel yfir málin og hituðu rækilega upp fyrir helgina. Alls verða fimm leikir á dagskrá samtímis á sunnudaginn, úrslitakeppnin hefst svo eftir viku. Allir sáttir í settinu.vísir / samúel Báðar eru þær uppaldar hjá öðrum félögum, Hulda Hrund hjá Fylki en Sigríður var í Val. Hún var spurð hver helsti munurinn væri á því að spila fyrir Val og fyrir Þrótt. „Það er sorglegt hvað það mæta fáir [á Hlíðarenda] miðað við gæðin inni á vellinum, en í Þrótti er það allt annað. Nóg af Kötturum, þeir láta sig aldrei vanta. Ég var í smá sjokki hvað það mættu margir, maður finnur bara strax þegar maður kemur, fyrir stuðningnum úr Laugardalnum og þeir eru svo miklir meistarar,“ svaraði Sigríður Theodóra. Talið færðist þá yfir til Huldu, sem kemur frá Fylki þar sem stemningin hefur verið mikil í sumar, en spilar nú með Stjörnunni þar sem stemningin er af skornum skammti. „Já [við finnum fyrir þessu]. Ég veit ekki alveg hvað það er, kannski er tíminn eitthvað vitlaus á leikjunum. Þetta er mjög skrítið, maður sér heldur aldrei yngri flokka æfingar í kring þegar maður er að koma. Miðað við Fylki, þar voru krakkar út um allt og maður heilsaði, svo í sundlaugina sá maður þau þar líka, [stemningin] byggðist upp einhvern veginn.“ Klippa: Upphitun fyrir 18. umferð Bestu deildar kvenna Upphitunarþáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram klukkan 14:00 á sunnudag og verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. FH – Valur Breiðablik – Víkingur Fylkir – Þór/KA Stjarnan – Þróttur Tindastóll – Keflavík Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Sigríður er leikmaður Þróttar og Hulda er hjá Stjörnunni. Liðin mætast á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Stjörnunni dugir jafntefli en Þróttur þarf að sækja sigur. Liðið sem endar í neðri hlutanum er nú þegar búið að bjarga sér frá falli og því lítið spennandi leikir framundan. Þær fjórar fóru vel yfir málin og hituðu rækilega upp fyrir helgina. Alls verða fimm leikir á dagskrá samtímis á sunnudaginn, úrslitakeppnin hefst svo eftir viku. Allir sáttir í settinu.vísir / samúel Báðar eru þær uppaldar hjá öðrum félögum, Hulda Hrund hjá Fylki en Sigríður var í Val. Hún var spurð hver helsti munurinn væri á því að spila fyrir Val og fyrir Þrótt. „Það er sorglegt hvað það mæta fáir [á Hlíðarenda] miðað við gæðin inni á vellinum, en í Þrótti er það allt annað. Nóg af Kötturum, þeir láta sig aldrei vanta. Ég var í smá sjokki hvað það mættu margir, maður finnur bara strax þegar maður kemur, fyrir stuðningnum úr Laugardalnum og þeir eru svo miklir meistarar,“ svaraði Sigríður Theodóra. Talið færðist þá yfir til Huldu, sem kemur frá Fylki þar sem stemningin hefur verið mikil í sumar, en spilar nú með Stjörnunni þar sem stemningin er af skornum skammti. „Já [við finnum fyrir þessu]. Ég veit ekki alveg hvað það er, kannski er tíminn eitthvað vitlaus á leikjunum. Þetta er mjög skrítið, maður sér heldur aldrei yngri flokka æfingar í kring þegar maður er að koma. Miðað við Fylki, þar voru krakkar út um allt og maður heilsaði, svo í sundlaugina sá maður þau þar líka, [stemningin] byggðist upp einhvern veginn.“ Klippa: Upphitun fyrir 18. umferð Bestu deildar kvenna Upphitunarþáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram klukkan 14:00 á sunnudag og verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. FH – Valur Breiðablik – Víkingur Fylkir – Þór/KA Stjarnan – Þróttur Tindastóll – Keflavík
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira