Ten Hag til leikmanna Man. Utd: Ekki fara í fýlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 09:31 Joshua Zirkzee kemur inn á sem varamaður í fyrsta leik Manchester United á tímabilinu sem var á móti Fulham. Zirkzee átti eftir að skora sigurmarkið í leiknum. Getty/Robbie Jay Barratt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað sína leikmenn við því að það sé mun meiri samkeppni í liðinu í vetur heldur en á síðasta tímabili. United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira