Ítrekaði mikilvægi samkomulags um vopnahlé við Netanjahú Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 23:45 Forseti Bandaríkjanna ræddi við forsætisráðherra Ísrael í síma í dag. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kom fram að forsetinn hefði lagt áherslu á mikilvægi þess að koma á vopnahlé og að öllum gíslum verði sleppt úr haldi. Þá sagði hann viðræðurnar í Kaíró mikilvægar til að leysa úr þeim ágreiningi sem enn á eftir að leysa úr. Þá segir í yfirlýsingunni að þeir hafi einnig rætt aðgerðir Bandaríkjanna sem eigi að styðja við Ísrael og vernda þau fyrir hótunum frá Íran og frá Hamas, Hezbollah og Hútum. Símtalið fylgdi heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, til Miðausturlanda en henni lauk í gær, þriðjudag. Blinken yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Fram kemur í frétt Reuters að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hafi einnig tekið þátt í símtalinu. Harris tekur formlega við tilnefningu flokksins um að vera forsetaframbjóðandi hans á morgun á ráðstefnu flokksins í Chicago. Þar kemur einnig fram að Biden sé eins og stendur í fríi með fjölskyldu sinni í Kaliforníu. Það er talið honum afar mikilvægt að koma á vopnahléi á meðan hann er forseti. Greint var frá því fyrr í dag að samningaviðræðurnar strandi á kröfu Hamas um algert brotthvarf Ísrael frá Gasa, þar á meðal frá svæði sem kallað er Fíladelfíu-gangurinn. Gangurinn er 14,5 kílómetra langt landsvæði við landamæri Egyptalands. Ísraelar vilja halda landsvæðinu en þeir náðu því á sitt vald í maí. Þeir sögðust hafa eyðilagt á svæðinu tugi gangna sem hafi verið notuð til að smygla vopnum til stríðandi fylkinga á Gasa. Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Íran Tengdar fréttir „Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. 18. ágúst 2024 18:01 Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19 Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01 Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kom fram að forsetinn hefði lagt áherslu á mikilvægi þess að koma á vopnahlé og að öllum gíslum verði sleppt úr haldi. Þá sagði hann viðræðurnar í Kaíró mikilvægar til að leysa úr þeim ágreiningi sem enn á eftir að leysa úr. Þá segir í yfirlýsingunni að þeir hafi einnig rætt aðgerðir Bandaríkjanna sem eigi að styðja við Ísrael og vernda þau fyrir hótunum frá Íran og frá Hamas, Hezbollah og Hútum. Símtalið fylgdi heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, til Miðausturlanda en henni lauk í gær, þriðjudag. Blinken yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Fram kemur í frétt Reuters að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hafi einnig tekið þátt í símtalinu. Harris tekur formlega við tilnefningu flokksins um að vera forsetaframbjóðandi hans á morgun á ráðstefnu flokksins í Chicago. Þar kemur einnig fram að Biden sé eins og stendur í fríi með fjölskyldu sinni í Kaliforníu. Það er talið honum afar mikilvægt að koma á vopnahléi á meðan hann er forseti. Greint var frá því fyrr í dag að samningaviðræðurnar strandi á kröfu Hamas um algert brotthvarf Ísrael frá Gasa, þar á meðal frá svæði sem kallað er Fíladelfíu-gangurinn. Gangurinn er 14,5 kílómetra langt landsvæði við landamæri Egyptalands. Ísraelar vilja halda landsvæðinu en þeir náðu því á sitt vald í maí. Þeir sögðust hafa eyðilagt á svæðinu tugi gangna sem hafi verið notuð til að smygla vopnum til stríðandi fylkinga á Gasa.
Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Íran Tengdar fréttir „Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. 18. ágúst 2024 18:01 Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19 Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01 Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
„Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. 18. ágúst 2024 18:01
Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19
Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01
Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07