Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 18:19 Palestínumenn á flótta eftir að fyrirskipun um brottflutning var gefin út um Al Maghazi flóttamannabúðirnar. Vísir/EPA Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira