KR slítur samstarfinu „án nokkurs fyrirvara“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 21:24 KR og Grótta hafa verið í samstarfi í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna undanfarin ár. Vísir/Samsett KR hefur slitið samstarfi við Gróttu í öðrum, þriðja og fjórða flokki kvenna. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu segir að ákvörðunin hafi verið tilkynnt án nokkurs fyrirvara og komið þeim að óvörum. Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann. Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Knattsprnudeild Gróttu segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að samstarfið hafi borið góðan ávöxt hingað til og skapað svigrúm til að veita iðkendum verkefni við hæfi sem ekki væri hægt annars. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar, segist þykja ákvörðun KR miður. Halda sínu striki „Knattspyrnudeild Gróttu mun halda sínu striki og starfrækja alla yngri flokka kvenna á komandi tímabili þar sem haldið verður áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem unnið hefur verið í kvennaknattspyrnu á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er meistaraflokkur kvenna í toppbaráttu í Lengjudeildinni annað tímabilið í röð og uppaldar Gróttustelpur hafa skilað sér upp í liðið nær árlega. Og við erum rétt að byrja,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Gróttu. „Tilkynnt verður um þjálfara og æfingatíma á næstunni. Allt kapp verður lagt á að byggja upp sterka einstaklinga og frambærilegar knattspyrnukonur til framtíðar,“ segir þá. Þorsteinn segir engu við yfirlýsinguna að bæta en óskar nágrönnum sínum í KR velfarnaðar og þakkar fyrir samstarfið. Heillaskref fyrir alla aðila Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir samninginn hafa runnið sitt skeið og að það sé fagnaðarefni að KR sjái sér fært að reka yngri flokka kvenna upp á eigin spýtur. „Yfirleitt þegar félög fara í samstarf með yngri flokka þá er það af því að yngri flokkar standa höllum fæti. Svo styrkjast flokkar og árgangar verða fjölmennir. Það hlýtur að vera fagnaðarefni að lið geti staðið á eigin fótum í rekstri yngri flokka,“ segir hann. Hann segir þetta sé ein leið til að taka kvennastarfið fastari tökum. Félögin skilji þó í sátt. „Það er engin dramatík í þessu. Maður sér skýr dæmi um það að lið hafi blómstrað eftir að hafa verið í samstarfi samanber HK og Víking. Þetta er heillaskref fyrir alla aðila,“ segir hann.
Grótta KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira