„Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 13:31 Pétur Pétursson og Nik Chamberlain handléku Mjólkurbikarinn í höfuðstöðvum KSÍ. vísir / arnar „Það er bara fínt, heiður að komast í þennan leik, bikarúrslitaleik og mæta á Laugardalsvöll. Þannig að það er ekkert stress í okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals sem spilar bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki í kvöld. Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00