„Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 13:31 Pétur Pétursson og Nik Chamberlain handléku Mjólkurbikarinn í höfuðstöðvum KSÍ. vísir / arnar „Það er bara fínt, heiður að komast í þennan leik, bikarúrslitaleik og mæta á Laugardalsvöll. Þannig að það er ekkert stress í okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals sem spilar bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki í kvöld. Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00