Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 15:37 Mynd sem rússneska varnarmálaráðuneytið segir sýna rússneskt stórskotalið skjóta að úkraínskum hersveitum á ótilgreindum stað í dag. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. Áhlaup Úkraínumanna inn í Kúrsk hófst á þriðjudag í síðustu viku en mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðinni og markmiðum hennar. Í fyrstu var talað um að í kringum þúsund úkraínskir hermenn tækju þátt í gagninnrásinni en nú telja hernaðarsérfræðingar að innrásarliðið gæti talið allt að tíu þúsund manns. Séu fullyrðingar Úkraínumanna um landvinninga sína í Rússlandi á rökum reistar hafa þeir náð jafnmiklu landsvæði í Rússlandi á rúmri viku og rússneski herinn hefur gert í Úkraínu á hálfu ári, samkvæmt útreikningum bandarísku hugveitunnar Stríðsrannsóknastofnunarinnar. Oleksandr Syrskíj, yfirmaður úkraínska hersins, fullyrti í dag að herinn hefði sótt um einn til tvo kílómetra fram í Kúrsk og tekið fleiri en hundrað rússneska hermenn til fanga. Volodýmýr Selenskíj forseti sagði að skipt yrði á þeim og úkraínskum stríðsföngum. Rússar hafa gert fjölda árása á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Úkraínumenn hafa sagst að á meðal markmiða aðgerðarinnar þar sé að fyrirbyggja slíkar árásir. Í því skyni sagði Syrskíj herforingi að hermenn sínir hefðu grandað Su-34-orrustuþotu sem Rússar hafa notað til þess að varpa svonefndum svifsprengjum á úkraínska hermenn. Rússneska ríkissjónvarpið fullyrðir aftur á móti að herinn sé að snúa taflinu við í Kúrsk og sýnir myndir af því sem það segir vel heppanaðar árásir á úkraínska herliðið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn segja að hersveitirnar í Kúrsk ætli að leyfa brottflutning óbreyttra borgara þaðan og heimila alþjóðlegum mannúðarsamtökum að veita aðstoð þar. Séð neðan úr rússneskri Su-34 sprengjuflugvél af þeirri gerð sem Úkraínumenn segjast hafa grandað í drónaárás á herstöð í Rússlandi. Árásir á rússneska flugvelli í nótt segja þeir þá stærstu frá því að Rússar hófu stríðið í febrúar 2022.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Enn ekki náð vopnum sínum Þrátt fyrir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi heitið því að stökkva innrásarliðinu á flótta telja sérfræðingar að rússneski herinn hafi ekki enn náð vopnum sínum. Innrásin kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að aðgerð Úkraínumanna í Kúrsk hefði skapað raunverulega úlfakreppu fyrir Pútín. Hann vildi ekki tjá sig frekar um aðgerðina á meðan hún er enn í gangi. Bandaríkjastjórn hefur sagt að notkun Úkraínumanna á bandarískum vopnum og búnaði til þess að ráðast inn í Rússland sé réttlætanleg í sjálfsvarnarskyni. Í svipaðan streng hafa þýsk stjórnvöld tekið og í dag sagði Baiba Braze, utanríkisráðherra Lettlands, að Úkraínumenn hefðu fullan rétt á að nota vopn frá Atlantshafsbandalaginu. Rétturinn til sjálfsvarnar nái einnig til gagnárása. Stuðningurinn dvínað frá því fólk byrjaði að finna fyrir stríðinu sjálft Stjórnvöld í Kreml standa nú frammi fyrir vali á milli þess að halda hernaði sínum í Úkraínu áfram af sama krafti eða færa herdeildir aftur yfir landamærin til þess að verja landamærahéröð sín. Það gæti teflt nýlegum árangri þeirra í austanverðri Úkraínu í tvísýnu. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa flúið heimili sín í Rússlandi vegna innrásar Úkraínumanna. Í Belgorod, þar sem neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir, segir kona við AP-fréttastofuna að stuðningur íbúa við stríðið í Úkraínu hafi dvínað eftir að stríðið barst skyndilega í túnfótinn til þeirra. „Þegar sprengingar hófust nærri borginni, þegar fólk var að deyja og þegar allt þetta byrjaði að gerast fyrir framan augun á okkur og þegar það hafði áhrif á fólk persónulega hætti það að minnsta kosti að styðja stríðið opinskátt,“ sagði konan sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum. Ríkisstjóri Belgorod segir að íbúðarhús hafi skemmst í dróna- og sprengikúluárásum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Áhlaup Úkraínumanna inn í Kúrsk hófst á þriðjudag í síðustu viku en mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðinni og markmiðum hennar. Í fyrstu var talað um að í kringum þúsund úkraínskir hermenn tækju þátt í gagninnrásinni en nú telja hernaðarsérfræðingar að innrásarliðið gæti talið allt að tíu þúsund manns. Séu fullyrðingar Úkraínumanna um landvinninga sína í Rússlandi á rökum reistar hafa þeir náð jafnmiklu landsvæði í Rússlandi á rúmri viku og rússneski herinn hefur gert í Úkraínu á hálfu ári, samkvæmt útreikningum bandarísku hugveitunnar Stríðsrannsóknastofnunarinnar. Oleksandr Syrskíj, yfirmaður úkraínska hersins, fullyrti í dag að herinn hefði sótt um einn til tvo kílómetra fram í Kúrsk og tekið fleiri en hundrað rússneska hermenn til fanga. Volodýmýr Selenskíj forseti sagði að skipt yrði á þeim og úkraínskum stríðsföngum. Rússar hafa gert fjölda árása á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Úkraínumenn hafa sagst að á meðal markmiða aðgerðarinnar þar sé að fyrirbyggja slíkar árásir. Í því skyni sagði Syrskíj herforingi að hermenn sínir hefðu grandað Su-34-orrustuþotu sem Rússar hafa notað til þess að varpa svonefndum svifsprengjum á úkraínska hermenn. Rússneska ríkissjónvarpið fullyrðir aftur á móti að herinn sé að snúa taflinu við í Kúrsk og sýnir myndir af því sem það segir vel heppanaðar árásir á úkraínska herliðið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn segja að hersveitirnar í Kúrsk ætli að leyfa brottflutning óbreyttra borgara þaðan og heimila alþjóðlegum mannúðarsamtökum að veita aðstoð þar. Séð neðan úr rússneskri Su-34 sprengjuflugvél af þeirri gerð sem Úkraínumenn segjast hafa grandað í drónaárás á herstöð í Rússlandi. Árásir á rússneska flugvelli í nótt segja þeir þá stærstu frá því að Rússar hófu stríðið í febrúar 2022.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Enn ekki náð vopnum sínum Þrátt fyrir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi heitið því að stökkva innrásarliðinu á flótta telja sérfræðingar að rússneski herinn hafi ekki enn náð vopnum sínum. Innrásin kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að aðgerð Úkraínumanna í Kúrsk hefði skapað raunverulega úlfakreppu fyrir Pútín. Hann vildi ekki tjá sig frekar um aðgerðina á meðan hún er enn í gangi. Bandaríkjastjórn hefur sagt að notkun Úkraínumanna á bandarískum vopnum og búnaði til þess að ráðast inn í Rússland sé réttlætanleg í sjálfsvarnarskyni. Í svipaðan streng hafa þýsk stjórnvöld tekið og í dag sagði Baiba Braze, utanríkisráðherra Lettlands, að Úkraínumenn hefðu fullan rétt á að nota vopn frá Atlantshafsbandalaginu. Rétturinn til sjálfsvarnar nái einnig til gagnárása. Stuðningurinn dvínað frá því fólk byrjaði að finna fyrir stríðinu sjálft Stjórnvöld í Kreml standa nú frammi fyrir vali á milli þess að halda hernaði sínum í Úkraínu áfram af sama krafti eða færa herdeildir aftur yfir landamærin til þess að verja landamærahéröð sín. Það gæti teflt nýlegum árangri þeirra í austanverðri Úkraínu í tvísýnu. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa flúið heimili sín í Rússlandi vegna innrásar Úkraínumanna. Í Belgorod, þar sem neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir, segir kona við AP-fréttastofuna að stuðningur íbúa við stríðið í Úkraínu hafi dvínað eftir að stríðið barst skyndilega í túnfótinn til þeirra. „Þegar sprengingar hófust nærri borginni, þegar fólk var að deyja og þegar allt þetta byrjaði að gerast fyrir framan augun á okkur og þegar það hafði áhrif á fólk persónulega hætti það að minnsta kosti að styðja stríðið opinskátt,“ sagði konan sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum. Ríkisstjóri Belgorod segir að íbúðarhús hafi skemmst í dróna- og sprengikúluárásum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22
Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28