Úkraínumenn vilji valda upplausn Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 11. ágúst 2024 20:17 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að Úkraínumenn vilji valda upplausn og ótta í landamærahéruðum Rússlands með skyndiárás sinni og veikja rússnesk stjórnvöld. Stöð 2 Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur að með þessu reyni Úkraínumenn að draga herlið Rússa í burtu frá mikilvægum austurvígstöðvum og grafa undan stjórnvöldum í Rússlandi. Þrettán eru sögð hafa særst þegar Rússar skutu niður úkraínska sprengju sem þá lenti á íbúðabyggingu í Kúrsk í Rússlandi í dag. Atburðarásin hófst á þriðjudaginn þegar Rússar segja að allt að þúsund úkraínskir hermenn auk skriðdreka hafi farið yfir landamærin snemma að morgni. Daginn eftir lýsa rússnesk yfirvöld yfir neyðarástandi í Kúrsk-héraði og Pútín Rússlandsforseti hélt neyðarfund með æðstu yfirmönnum her- og öryggismála. Helstu atburðir síðustu daga.stöð 2/hjalti Á fimmtudaginn berast fregnir af því að úkraínski herinn hafi náð nokkrum rússneskum þorpum á sitt vald. Á föstudag staðfestu vestrænir fjölmiðlar myndefni sem sýnir frá árangursríkum aðgerðum Úkraínumanna innan Rússlands og Rússar segjast senda hergögn til Kúrsk. Það var svo fyrst í gærkvöldi sem Úkraínuforseti staðfesti með óbeinum hætti aðgerðir hersins innan landamæra Rússlands. Úkraína geti náð fram réttlæti „Syrskyi hershöfðingi hefur nú þegar greint nokkrum sinnum frá stöðunni á vígstöðvunum og aðgerðum okkar til að færa stríðið inn á yfirráðasvæði árásarríkisins. Ég þakka öllum deildum varnarliðs okkar sem hafa gert þetta mögulegt,“ sagði Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu. „Úkraína sannar nú að hún kann að ná fram réttlæti og tryggja nákvæmlega þann þrýsting sem þörf er á, þrýsting á árásaraðilann.“ Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu.AP Rússnesk hermálayfirvöld birtu í dag myndir sem sagðar eru sýna mótspyrnu Rússa þar sem skotið er á úkraínska skriðdreka í landamærahéraðinu Kúrsk. Skyndiárásin hafi fjórþætt markmið Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að Úkraínumenn reyni með skyndiárás sinni innan landamæra Rússlands að ná fjórum ólíkum markmiðum. Það fyrsta sé að reyna að draga rússnesk herlið frá austurvígstöðvunum í kringum Kramatorsk og upp til Kúrsk. Talið er að á milli tíu og fimmtán þúsund úkraínskir hermenn taki þátt í aðgerðunum og Rússar þurfi þannig að beita umtalsverðu herliði til að ná tökum á ástandinu innan landamæra sinna. „Í öðru lagi þá tel ég að Úkraínumenn vilji valda upplausn og ótta í Kúrsk-héraðinu og í landamærahéruðunum hjá almenningi og veikja rússnesk stjórnvöld sem þurfa að svara þeirri spurningu af hverju eru landamærahéruðin ekki varin,“ sagði Arnór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árásin hafi greinilega komið rússneska hernum í opna skjöldu. Hann telur sömuleiðis að stjórnvöld í Úkraínu vilji með þessu efla baráttuþrek hermanna sinna og sýna heiminum að Úkraínuher hafi bolmagn til þess að verja landið og gera Rússum verulega skráveifu. Búið að flytja 76 þúsund Rússa frá svæðinu Arnór segir að skyndiárásin hafi valdið Rússum skaða og veikt orðspor yfirvalda í Kreml. „Það er brottflutningur 76 þúsund Rússa frá þessu átakasvæði og fólkið spyr: „Hvar er rússneski herinn? Af hverju er ekki verið að verja landamæri landsins?““ Ef Úkraínumönnum takist að draga herlið Rússlands frá austurvígstöðvunum upp til Kúrsk til að bregðast við skyndiárásinni hafi þeir náð miklum árangri. Vestrænir leiðtogar nú hliðhollari árásum á rússneskri grundu Lengi vel mældist andstaða hjá bandamönnum Úkraínu gegn því að nota þau vopn sem send hafa verið til landsins innan landamæra Rússlands. Arnór telur að þetta hafi breyst á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í júlí. „Það sé svona meiri stemning og skilningur á því að Úkraínumenn þurfa að geta athafnað sig utan eigin landamæra til að gera árásir á birgðastöðvar rússneska hersins, flugvelli og önnur hernaðarleg skotmörk. Hversu mikið af vestrænum búnaði og tækjum eru í notkun núna í þessari skyndiárás liggur ekki fyrir,“ segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínski herinn kominn um 30 kílómetra inn í Rússland Úkraínski herinn hefur komist um 30 kílómetra inn í Rússland. Gagnárás Úkraínumanna hófst fyrr í vikunni og hefur Rússland lýst yfir neyðarástandi vegna hennar. 11. ágúst 2024 17:07 Rússar lýsa yfir neyðarástandi Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. 9. ágúst 2024 23:18 Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur að með þessu reyni Úkraínumenn að draga herlið Rússa í burtu frá mikilvægum austurvígstöðvum og grafa undan stjórnvöldum í Rússlandi. Þrettán eru sögð hafa særst þegar Rússar skutu niður úkraínska sprengju sem þá lenti á íbúðabyggingu í Kúrsk í Rússlandi í dag. Atburðarásin hófst á þriðjudaginn þegar Rússar segja að allt að þúsund úkraínskir hermenn auk skriðdreka hafi farið yfir landamærin snemma að morgni. Daginn eftir lýsa rússnesk yfirvöld yfir neyðarástandi í Kúrsk-héraði og Pútín Rússlandsforseti hélt neyðarfund með æðstu yfirmönnum her- og öryggismála. Helstu atburðir síðustu daga.stöð 2/hjalti Á fimmtudaginn berast fregnir af því að úkraínski herinn hafi náð nokkrum rússneskum þorpum á sitt vald. Á föstudag staðfestu vestrænir fjölmiðlar myndefni sem sýnir frá árangursríkum aðgerðum Úkraínumanna innan Rússlands og Rússar segjast senda hergögn til Kúrsk. Það var svo fyrst í gærkvöldi sem Úkraínuforseti staðfesti með óbeinum hætti aðgerðir hersins innan landamæra Rússlands. Úkraína geti náð fram réttlæti „Syrskyi hershöfðingi hefur nú þegar greint nokkrum sinnum frá stöðunni á vígstöðvunum og aðgerðum okkar til að færa stríðið inn á yfirráðasvæði árásarríkisins. Ég þakka öllum deildum varnarliðs okkar sem hafa gert þetta mögulegt,“ sagði Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu. „Úkraína sannar nú að hún kann að ná fram réttlæti og tryggja nákvæmlega þann þrýsting sem þörf er á, þrýsting á árásaraðilann.“ Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu.AP Rússnesk hermálayfirvöld birtu í dag myndir sem sagðar eru sýna mótspyrnu Rússa þar sem skotið er á úkraínska skriðdreka í landamærahéraðinu Kúrsk. Skyndiárásin hafi fjórþætt markmið Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að Úkraínumenn reyni með skyndiárás sinni innan landamæra Rússlands að ná fjórum ólíkum markmiðum. Það fyrsta sé að reyna að draga rússnesk herlið frá austurvígstöðvunum í kringum Kramatorsk og upp til Kúrsk. Talið er að á milli tíu og fimmtán þúsund úkraínskir hermenn taki þátt í aðgerðunum og Rússar þurfi þannig að beita umtalsverðu herliði til að ná tökum á ástandinu innan landamæra sinna. „Í öðru lagi þá tel ég að Úkraínumenn vilji valda upplausn og ótta í Kúrsk-héraðinu og í landamærahéruðunum hjá almenningi og veikja rússnesk stjórnvöld sem þurfa að svara þeirri spurningu af hverju eru landamærahéruðin ekki varin,“ sagði Arnór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árásin hafi greinilega komið rússneska hernum í opna skjöldu. Hann telur sömuleiðis að stjórnvöld í Úkraínu vilji með þessu efla baráttuþrek hermanna sinna og sýna heiminum að Úkraínuher hafi bolmagn til þess að verja landið og gera Rússum verulega skráveifu. Búið að flytja 76 þúsund Rússa frá svæðinu Arnór segir að skyndiárásin hafi valdið Rússum skaða og veikt orðspor yfirvalda í Kreml. „Það er brottflutningur 76 þúsund Rússa frá þessu átakasvæði og fólkið spyr: „Hvar er rússneski herinn? Af hverju er ekki verið að verja landamæri landsins?““ Ef Úkraínumönnum takist að draga herlið Rússlands frá austurvígstöðvunum upp til Kúrsk til að bregðast við skyndiárásinni hafi þeir náð miklum árangri. Vestrænir leiðtogar nú hliðhollari árásum á rússneskri grundu Lengi vel mældist andstaða hjá bandamönnum Úkraínu gegn því að nota þau vopn sem send hafa verið til landsins innan landamæra Rússlands. Arnór telur að þetta hafi breyst á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í júlí. „Það sé svona meiri stemning og skilningur á því að Úkraínumenn þurfa að geta athafnað sig utan eigin landamæra til að gera árásir á birgðastöðvar rússneska hersins, flugvelli og önnur hernaðarleg skotmörk. Hversu mikið af vestrænum búnaði og tækjum eru í notkun núna í þessari skyndiárás liggur ekki fyrir,“ segir Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínski herinn kominn um 30 kílómetra inn í Rússland Úkraínski herinn hefur komist um 30 kílómetra inn í Rússland. Gagnárás Úkraínumanna hófst fyrr í vikunni og hefur Rússland lýst yfir neyðarástandi vegna hennar. 11. ágúst 2024 17:07 Rússar lýsa yfir neyðarástandi Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. 9. ágúst 2024 23:18 Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Úkraínski herinn kominn um 30 kílómetra inn í Rússland Úkraínski herinn hefur komist um 30 kílómetra inn í Rússland. Gagnárás Úkraínumanna hófst fyrr í vikunni og hefur Rússland lýst yfir neyðarástandi vegna hennar. 11. ágúst 2024 17:07
Rússar lýsa yfir neyðarástandi Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. 9. ágúst 2024 23:18
Rússar þurfi að finna fyrir stríðinu á eigin skinni Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur loks tjáð sig um fregnir þess efnis að úkraínskir hermenn hafi ráðist inn í Kursk hérað í Rússlandi í vikunni. 9. ágúst 2024 06:49