„Vel gert hjá dómaranum að leyfa leiknum að fljóta“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. ágúst 2024 18:30 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag, pollrólegur að vanda Vísir/Pawel Vestri náði í jafntefli gegn Íslandsmeisturum Víkings á heimavelli hamingjunnar 1-1 í 18. umferð Bestu deildarinnar. Vestri jafnaði leikinn á 83. mínútu eftir frekar tíðindalítinn leik. Vísir ræddi við Davíð Smára Lamude þjálfara Vestra eftir leik sem var mjög sáttur við stigið í dag. „Við vorum allavega ekki lakari aðilinn í 65 mínútur. Mér fannst við byrja leikinn illa. Það tók okkur svona 15 mínútur að komast í gang. Við vorum bara litlir og bara slakir. Mér fannst við bara koma inní þetta eftir það og fannst við bara heilt yfir í 60 mínútur allavega ekki slakari aðilinn.“ Víkingur komst yfir eftir 3. mínútna leik þar sem vörn Vestra virtist ekki vera kominn í gang. Davíð tók undir það og sagði sína menn hafa verið slaka í upphafi. „Gríðarlega pirrandi byrjun. Varnarleikurinn hefur farið mjög vaxandi uppá síðkastið og mér fannst hann góður í meirihluta leiks í dag. Tilfinningin er sú að við höfum fengið hættulegri færi í fyrri hálfleik þó þeir hafi skorað.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Mér leið alltaf alltaf eins og við myndum fá tækifæri til að setja mark á þá og mér fannst við vera að skapa hálffæri framm að því. Vorum kannski ekki nægilega ákveðnir inní teignum en markið sem við skorum er auðvitað stórkostlegt. Vinnum boltann með fyrir mitt leyti löglegri tæklingu, förum fram og skoruðum. Er stoltur af liðinu, fáum frammistöðu frá öllum í liðinu. Við höfum svolítið verið að kalla eftir því að við fáum svolítið jafnvægi í okkar frammistöður og mér finnst við vera farnir að sýna það.“ Gunnar Jónas uppalinn Vestramaður átti frábæran leik fyrir gestina í dag og var Davíð hæstánægður með frammistöðu hans. „Gunnar er auðvitað bara stríðsmaður útí gegn, er að spila fyrir sitt félag og mér finnst það sjást að þetta skiptir hann gríðarlegu máli. Þetta skiptir okkur bara miklu máli. Erum að berjast fyrir lífi okkar og svona leiki viljum við.“ sagði Davíð og bætti við að lokum: „Við viljum spila „aggressívt“ og fengum svar frá andstæðingunum sem spiluðu fast á okkur í dag. Línan í leiknum var þannig að það var mikið leyft. Það var mikið vælt og röflað af okkur þjálfurunum í dag yfir línunni í leiknum. Við verðum kannski sem þjálfarar að líta okkur nær, þvi hvort viljum við að leikurinn fái að fljóta eða línan sé þannig að það sé alltaf verið að flauta. Mér fannst Villi (Vilhjálmur Alvar) gera vel að leyfa þessu að fljóta.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Vísir ræddi við Davíð Smára Lamude þjálfara Vestra eftir leik sem var mjög sáttur við stigið í dag. „Við vorum allavega ekki lakari aðilinn í 65 mínútur. Mér fannst við byrja leikinn illa. Það tók okkur svona 15 mínútur að komast í gang. Við vorum bara litlir og bara slakir. Mér fannst við bara koma inní þetta eftir það og fannst við bara heilt yfir í 60 mínútur allavega ekki slakari aðilinn.“ Víkingur komst yfir eftir 3. mínútna leik þar sem vörn Vestra virtist ekki vera kominn í gang. Davíð tók undir það og sagði sína menn hafa verið slaka í upphafi. „Gríðarlega pirrandi byrjun. Varnarleikurinn hefur farið mjög vaxandi uppá síðkastið og mér fannst hann góður í meirihluta leiks í dag. Tilfinningin er sú að við höfum fengið hættulegri færi í fyrri hálfleik þó þeir hafi skorað.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Mér leið alltaf alltaf eins og við myndum fá tækifæri til að setja mark á þá og mér fannst við vera að skapa hálffæri framm að því. Vorum kannski ekki nægilega ákveðnir inní teignum en markið sem við skorum er auðvitað stórkostlegt. Vinnum boltann með fyrir mitt leyti löglegri tæklingu, förum fram og skoruðum. Er stoltur af liðinu, fáum frammistöðu frá öllum í liðinu. Við höfum svolítið verið að kalla eftir því að við fáum svolítið jafnvægi í okkar frammistöður og mér finnst við vera farnir að sýna það.“ Gunnar Jónas uppalinn Vestramaður átti frábæran leik fyrir gestina í dag og var Davíð hæstánægður með frammistöðu hans. „Gunnar er auðvitað bara stríðsmaður útí gegn, er að spila fyrir sitt félag og mér finnst það sjást að þetta skiptir hann gríðarlegu máli. Þetta skiptir okkur bara miklu máli. Erum að berjast fyrir lífi okkar og svona leiki viljum við.“ sagði Davíð og bætti við að lokum: „Við viljum spila „aggressívt“ og fengum svar frá andstæðingunum sem spiluðu fast á okkur í dag. Línan í leiknum var þannig að það var mikið leyft. Það var mikið vælt og röflað af okkur þjálfurunum í dag yfir línunni í leiknum. Við verðum kannski sem þjálfarar að líta okkur nær, þvi hvort viljum við að leikurinn fái að fljóta eða línan sé þannig að það sé alltaf verið að flauta. Mér fannst Villi (Vilhjálmur Alvar) gera vel að leyfa þessu að fljóta.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira