Walz hjólaði í Trump og Vance á fyrsta kosningafundinum í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. ágúst 2024 06:44 Harris og Walz var gríðarlega vel tekið á kosningafundinum í Pennsylvaníu í gær. AP/Matt Rourke Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, stigu saman á svið í Pennsylvaníu í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. „Donald Trump sér heiminn örlítið öðruvísi en við,“ sagði Walz á sínum fyrsta kosningafundi. „Í fyrsta lagi þá veit hann ekki nokkurn skapaðan hlut um þjónustu. Hann hefur ekki tíma fyrir hana því hann er of upptekinn af því að þjónusta sjálfan sig.“ Walz sagði ofbeldisglæpum hafa fjölgað á þeim tíma sem Donald Trump sat í Hvíta húsinu. „Og þá erum við ekki einu sinni að telja með þá glæpi sem hann framdi.“ Harris tilkynnti um val sitt á Walz sem varaforsetaefni í gær. Ákvörðuninni virðist hafa verið vel tekið af bæði Demókrötum og Repúblikönum sem hugnast ekki Trump en sumir hafa þó furðað sig á því að Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hafi ekki orðið fyrir valinu. Shapiro var meðal þeirra þriggja sem valið stóð um á lokasprettinum en Harris þarf að óbreyttu að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á forsetastólnum. Shapiro var á meðal þeirra sem stigu á svið á kosningafundinum í gær og hvatti íbúa ríkisins til að kjósa Harris og Walz. Like all regular people in America's heartland, JD Vance studied at Yale, had his career funded by Silicon Valley billionaires, and wrote a bestseller trashing that community. Come on.I can't wait to debate the guy—that is, if he's willing to get off the couch and show up. pic.twitter.com/4orv0v2xTZ— Tim Walz (@Tim_Walz) August 6, 2024 „Tim Walz er frábær maður,“ sagði Shapiro og kallaði varaforsetaefnið að auki „framúrskarandi ríkisstjóra“, „mikinn föðurlandsvin“ og „ástkæran vin“. „Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að Kamala Harris og Tim Walz verði næstu leiðtogar Bandaríkjanna,“ sagði Shapiro. Walz, sem komst í sviðsljós fjölmiðla á landsvísu eftir að hafa kallað Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance „skrýtna“ (e. weird), bætti um betur í gær og kallaði tvíeykið „krípí“ (e. creepy). Sakaði hann Vance um að sigla undir fölsku flaggi þegar hann freistaði þess að höfða til hvítra íbúa Miðríkjanna úr verkamannastétt með því að þykjast vera einn af þeim. „Ég verð að segja; ég get ekki beðið eftir að mæta kauða í kappræðum,“ sagði Walz og bætti svo við: „Það er að segja ef hann nennir að standa upp úr sófanum og mæta á staðinn.“ Þess ber að geta að síðustu ummæli Walz eru líklega tilvísun í ósanna færslu á X sem komst á flug á dögunum um að Vance hefði greint frá því í bók sinni Hillbilly Elegy að hann hefði haft „samfarir“ við latex hanska á milli tveggja sófaseta. Enga slíka frásögn er að finna í bókinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
„Donald Trump sér heiminn örlítið öðruvísi en við,“ sagði Walz á sínum fyrsta kosningafundi. „Í fyrsta lagi þá veit hann ekki nokkurn skapaðan hlut um þjónustu. Hann hefur ekki tíma fyrir hana því hann er of upptekinn af því að þjónusta sjálfan sig.“ Walz sagði ofbeldisglæpum hafa fjölgað á þeim tíma sem Donald Trump sat í Hvíta húsinu. „Og þá erum við ekki einu sinni að telja með þá glæpi sem hann framdi.“ Harris tilkynnti um val sitt á Walz sem varaforsetaefni í gær. Ákvörðuninni virðist hafa verið vel tekið af bæði Demókrötum og Repúblikönum sem hugnast ekki Trump en sumir hafa þó furðað sig á því að Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hafi ekki orðið fyrir valinu. Shapiro var meðal þeirra þriggja sem valið stóð um á lokasprettinum en Harris þarf að óbreyttu að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á forsetastólnum. Shapiro var á meðal þeirra sem stigu á svið á kosningafundinum í gær og hvatti íbúa ríkisins til að kjósa Harris og Walz. Like all regular people in America's heartland, JD Vance studied at Yale, had his career funded by Silicon Valley billionaires, and wrote a bestseller trashing that community. Come on.I can't wait to debate the guy—that is, if he's willing to get off the couch and show up. pic.twitter.com/4orv0v2xTZ— Tim Walz (@Tim_Walz) August 6, 2024 „Tim Walz er frábær maður,“ sagði Shapiro og kallaði varaforsetaefnið að auki „framúrskarandi ríkisstjóra“, „mikinn föðurlandsvin“ og „ástkæran vin“. „Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að Kamala Harris og Tim Walz verði næstu leiðtogar Bandaríkjanna,“ sagði Shapiro. Walz, sem komst í sviðsljós fjölmiðla á landsvísu eftir að hafa kallað Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance „skrýtna“ (e. weird), bætti um betur í gær og kallaði tvíeykið „krípí“ (e. creepy). Sakaði hann Vance um að sigla undir fölsku flaggi þegar hann freistaði þess að höfða til hvítra íbúa Miðríkjanna úr verkamannastétt með því að þykjast vera einn af þeim. „Ég verð að segja; ég get ekki beðið eftir að mæta kauða í kappræðum,“ sagði Walz og bætti svo við: „Það er að segja ef hann nennir að standa upp úr sófanum og mæta á staðinn.“ Þess ber að geta að síðustu ummæli Walz eru líklega tilvísun í ósanna færslu á X sem komst á flug á dögunum um að Vance hefði greint frá því í bók sinni Hillbilly Elegy að hann hefði haft „samfarir“ við latex hanska á milli tveggja sófaseta. Enga slíka frásögn er að finna í bókinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent