Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 06:55 Trump og Harris fara nú hratt yfir og freista þess að ná til sem flestra kjósenda. AP Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent